Þátttökustjórnunin í LET mannauðslíkaninu skilar virkara starfsfólki og betri afkomu í rekstri

 

L.E.T. mannauðslíkanið byggir á þeirri forsendu að fyrirtæki og stofnanir þurfi nýja tegund af forystu sem setur manneskjuleg gildi í forgang - fyrirmynd í forystu sem auðveldar skapandi getu einstaklinga, frjálsa tjáningu hvers einstaklings og virkar þátttöku þeirra í að leysa vandamál og ná markmiðum.

 

Hefðbundið líkan af forystu, sem byggir á að stjórna með valdi, hindrar einstaklinga við að hámarka sína sköpunargáfu og þá uppbyggilegu getu sem þeir hafa.

 

L.E.T. er annarskonar líkan af forystu og er oft skilgreint með hugtökum eins og:

 

 • Samvinna

 • Samstarf

 • Þátttaka

 • Hópastýrt

 • Lýðræðislegt

 

Í gegnum ferlið í L.E.T. mannauðslikanið er notað hugtakið "L.E.T. mannauðslíkanið" til að undirstrika að þar lærum við þá samskiptafærni sem nauðsynleg er til að byggja upp og viðhalda virkum samböndum í mannauðsumhverfi fyrirtækja og stofnana.

 

Þótt L.E.T. standi fyrir Leiðtoga virkni þjálfun, gerir það að sjálfsögðu meira en að að kenna leiðtogafærni. Þetta er einnig umhverfi sem mun kenna þér hæfni til að byggja upp og auðga öll þín sambönd - svo sem tengsl við:

 

 • Aðra stjórnendur í þínu fyrirtæki

 • Viðskiptavini

 • Þinn yfirmann eða samstarfsaaðila

 • Birgja

 • Samstarfsfólk

 • Starfsmenn

 • Maka

 • Samstarfsaðila

 • Börn

 • Foreldra

 • Vini

 • Ættingja

 

Sannleikurinn í þessu byggir á þeirri staðreynd að L.E.T. mannauðslíkanið kennir alhliða færni til að byggja upp árangursríkari sambönd við aðra. Þetta þýðir að líkanið er hægt að nota og æfa hvenær og hvar sem þú hefur samband eða samskipti við annað fólk.

 

Færnin í L.E.T. mannauðslíkaninu verða óaðskiljanlegur hluti af þér sem manneskju. Þú finnur nýjar leiðir til að uppfylla þínar þarfir án þess að beita afli. Þú sættir þig við meira af þeim óhjákvæmilegu átökum sem fylgja í þínum samskiptum við aðra og verður öruggari í getu þinni við að leysa slík átök þannig að enginn tapi og upplifi reiði og að hafa orðið undir.

 

Þú verður meira samstarfs virk/ur og minna árásargjarn/örn í að kynna þínar hugmyndir og tilfinningar. Þú munt jafnvel upplifa sjaldnar reiði og ert betur fær um að dempa þína reiði.

 

Við notum orðið "leiðtogi" vegna þess að það er hugtak sem er viðeigandi fyrir stjórnanda, deildarstjóra, umsjónarmann eða yfirmann. Einnig getur leiðtogi stýrt vinnuhópi eða verkefni.

 

Skilgreining okkar á "leiðtogi" felur í sér tilvist einhvers konar hóps sem hefur "hóp meðlimi" þar sem úthlutað hefur verið hópstjóra. Í flestum stofnunum eru leiðtogar einnig meðlimir annars hóps, eins og í dæmigerðu starfsskipulagi.

 

HVAÐ MEINUM VIÐ MEÐ HUGTAKINU "LEIÐTOGI"

Í myndinni hér að neðan tilheyrir hver meðlimur hópi, en tveir meðlimir tilheyra tveimur hópum - í einum hópi sem meðlimur () og í neðri hóp sem leiðtogi (x):

 

Það er ljóst af framangreindu að leiðtogar þurfa ekki aðeins nauðsynlega færni til að byggja upp góða sambönd við meðlimi eigin hóps heldur þurfa þeir einnig hæfileika til að tengjast leiðtoga og meðlimum annars hóps. L.E.T. veitir nauðsynlega færni fyrir öll þessi sambönd.

 

Dr. Thomas Gordon þróaði L.E.T. í upphafi 1950 þegar hann byrjaði að ráðfæra sig við fyrirtæki og stofnanir. Fyrsta bók hans „Group-Centered Leadership“ sem var gefin út árið 1955, skilgreindi nýtt forystuform sem innihélt marga, en ekki alla þá þætti og færni sem er að finna í þessari nútíma útgáfu af L.E.T. mannauðslíkaninu. Stjórnunarhugmyndir í bókinni voru róttækar fyrir þennan tíma og lifðu aðeins eina prentun á nokkrum þúsundum eintaka.

 

SAGA L.E.T. MANANUÐSLÍKANSINS

Dr. Thomas Gordon langaði að koma þessu forystulíkani úr lokuðu umhverfi háskólastofnana inn í almennt umhverfi til að þróa það frekar og byrjaði þess vegna að kenna L.E.T. mannauðslíkanið í lok árs 1960. Önnur bókin hans um forystu var fyrst gefin út árið 1977 og fékk sama nafn, Group-Centered Leadership.

 

Í dag er L.E.T. mannauðslíkanið einnig notað í öðrum mannauðsleiðum Gordon Training International s.s. fyrir kennara og foreldra og eru byggð á sömu grundvallaratriðum:

 

 • Hegðunarramminn

 • Eignarhald á vandamáli

 • Virk hlustun

 • Ég-Skilaboð

 • Lausn á átökum

 • Mismunandi gildi

 

L.E.T. mannauðslíkanið hefur verið innleitt hjá þúsundum fyrirtækja og stofnana um allan heim. Meðal þessara stofnana eru vel þekkt fyrirtæki eins og Amazon, XPO Logistics, W.L. Gore, PCL Construction, W.L. Gore & Associates, YMCA til að nefna aðeins nokkur.

 

SAMÞYKKTAR LÍKANIÐ

Að leggja grunn að þátttöku sem árangursríkasta formi af forystu í fyrirtækjum og stofnunum er að öðlast viðurkenningu, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur um heim. Sönnunargögn fyrir yfirburðum á þessu umfram önnur stjórnkerfi verða sífellt fleiri. Rekstur sem inniheldur þátttökumiðlun starfsmanna í mannauðsumhverfi er afkastameiri og fjárhagslega árangursríkari en þar sem þetta er ekki viðhaft.

 

Flestar rannsóknir sýna að þátttökutengd stjórnun hefur jákvæð áhrif á fjarveru, veltu, framleiðni og siðferði. Fólki líður betur með sjálfan sér, hefur meira sjálfsálit, öðlast meiri stjórn á eigin lífi og sleppir sínum tilfinningum um valdleysi (McLagan, P. og Christo, N., 1995; Simmons, J. og Mares, W., 1983).

 

Þátttökustjórnun krefst nýrrar forystu sem byggir og viðheldur samböndum þar sem er meira samstarf en í hefðbundnum samböndum þar sem stjórnendur ráða og starfsmenn eru víkja.

 

Virkustu vísbendingarnar um þátttökustjórnun eru þær leiðir sem fólk notar í samskiptum við hvert annað. Í samstarfsverkefnum er fólki hvatt til þess að takast á við sín vandamál og koma með nýjar hugmyndir sem geta hjálpað þeim að leysa þau. Fólk styrkir hvert annað. Birgjar og viðskiptavinir eru meðhöndlaðir eins og samstarfsaðilar.

 

Í svona samböndum mætir fólk á fundi þegar það hefur upplýsingar til að deila eða er með eitthvað gildandi til að leggja af mörkum - það eru engir sálfræðilegir veggir. Rétturinn til þátttöku krefst þess að allir læri og eiga rétt á að spyrja eða hafna ákvörðunum. Allir eiga rétt á að tjá eigin þarfir.

 

Liðsstjórar eru samræmingaraðilar sem starfa með liðsmönnum sem jafningjar. Stjórnendur virka stundum sem hópmeðlimir og liðsmenn eru hvattir til að taka dæmigert forystuhlutverk.

 

Þessi breyting í forystu frá miðstýrðri stjórnun í þátttökutengda stjórnun, krefst ákveðinnar færni í samskiptum og aðferða sem hefðbundin stjórnandi hefur oftast ekki lært:

 

 • Þátttökutengd hlustun

 • Heiðarleg sjálfsskoðun

 • Styrkja aðra

 • Ekkert ferli í að leysa ágreining

 • Ráðgjafafærni

 • Leið fyrir hópa til að leysa ágreining

 • Aðlögun á árangursríkum hópafundi

 

Í L.E.T. mannauðslíkaninu lærir þú þessa færni í samskiptum og færð gott tækifæri til að æfa og þjálfa þig í því sem er erfiðara að ná.

 

Tilvísanir í samantekt og frásögn Dr. Thomas Gordon

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

 • Instagram Social Icon
 • Twitter Social Icon
 • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON