top of page

Um Gordon

Markþjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk

Ávinningur fyrir bæði starfsmenn og vinnuveitendur

Markþjálfun í fyrirtækjum styrkir starfsmenn, skilar meira gefandi starfs-

umhverfi, skapar virkari starfsanda og er ávinningur fyrir bæði starfsmenn
og vinnuveitendur. Mörg fyrirtæki fjárfesta í markþjálfun þar sem boðið er
upp á hagkvæmar lausnir sem ná in
n í kjarna starfsumhverfisins, bæta
starfsanda og efla virkni. Markþjálfun hefur oft aðeins verið í boði fyrir
stjórnendur, en nú er víða farið að bjóða upp á hana fyrir alla starfsmenn
sem faglegt þróunarverkfæri.

 

Það eru margir þættir sem geta komið upp, þar sem það getur verið
hagkvæmt að reyna faglega starfsmannaráðgjöf eða aðstoð vegna:

 

  • Neiðkvæður starfsanda

  • Átaka á milli starfsmanna

  • Stefnuleysis hjá starfsfólki

  • Streitu vegna ótta við uppsögn

  • Jafnvægis á milli vinnu og persónulegs umhverfis

  • Starfsmenn starfa ekki á fullri orku og finnst þeir vanmetnir

  • Efla skuldbindingu starfsmanna

Markþjálfun gerir gott starfsfólk enn  betra

Starfsmannamarkþjálfun virkar eins og og hefðbundin markþjálfun - veitir hvatningu, aðstoðar við að setja markmið og hjálpar starfsfólki við að efla sína möguleika. Markþjálfun tekur á öllum sviðum, svo sem tengslum, streitu og starfsferli.

 

Markþjálfun getur farið fram í fyrirtækinu við aðstæður þar sem allir starfsmenn eru á jafnræðisgrundvelli í hóp eða á maður-á-mann fundum þar sem tekið væri persónulegum á málum. Markþjálfun getur dregið fram gagnlegar leiðir, hugmyndir og tillögur til að ná markmiðum sem skila meiri árangri.

 

Ráðgjöf til að ná árangursríkum viðskiptum

Við óskum þér til hamingju ef þitt fyrirtæki er að ná árangri! Hins vegar fylgir oft persónulegur og faglegur kostnaður árangursríkum viðskiptum, sem þú gætir þurft aðstoð við. Að reka eða stjórna hlutum hjá rótgrónu fyrirtæki getur átt það til að valda því að stjórnendur:

 

  • Sjá ekki stóru myndina við að reyna að halda stefnu fyrirtækisins

  • Hafa minni ástríða fyrir fyrirtækinu sínu

  • Eru tilfinningalega bundin/n fyrirtækinu

  • Finna fyrir ójafnvægi á milli vinnu og persónulegs umhverfis

  • Vilja fá meira fyrir þá viðleitni sem þú sýnir

  • Vanrækja eigin þróun og persónulegan þroska

 

Markþjálfun í minni sem stærri verkefni

Markþjálfun getur tekið á öllum þessum málum með faglegum aðgerðum.

GORDON býður upp á markþjálfa í tímabundin verkefni til að takast á við

svona mál í minni og millistórum fyrirtækjum eða til lengri tíma í stærri

verkefni. Allir þurfa smá hvatningu og hjálp til að ná fram sínu besta.

 

Góðir íþróttamenn ná ekki alvöru árangri án aðstoðar íþróttaþjálfara og það er alveg eins í viðskiptum. Þú þjálfar starfsfólkið og veitir þeim hvatningu sem hafa skilað árangri, en veltu því fyrir þér hversu ótrúlegt það gæti verið ef einhver væri að styðja og hvetja þig líka!

 

Markþjálfun fyrir starfsmenn er að aukast

Hæfir starfsmenn sem eru ánægðir í starfi eru eitt af því verðmætasta sem öll fyrirtæki eiga. Starfsmenn sem eru vel þjálfaðir til að sinna sínu starfi og eru hamingjusamir, eru miklu virkari og afkastameiri. Öll fyrirtæki ættu því að setja þjálfun og þróun á í starfsumhverfinu ofarlega á forgangslista.

 

GORDON aðstoðar við úttekt og greiningu

Markþjálfarar hjá GORDON geta hjálpað þér að setja upp áætlun um þarfir hjá þínu starfsfólki, setja viðskiptaleg markmið og að framkvæma samkvæmt þeim markmiðum um starfsmannaþróun. Á sama hátt og þú vilt að starfsmenn séu vel þjálfaðir, vilja þeir oft þróa færni sína og tryggja áhuga á sínu starfsumhverfi og jafnvel að þróast sig hærra upp í keðjunni.

Gordon markþjálfun

Gordon markþjálfun

Play Video
bottom of page