Gordon Training International sem er þekktur aðili í mannauðsmálum um allan heim, var stofnað árið 1962 af dr. Thomas Gordon sem þrisvar hefur verið tilnefndur til nóbelsverðlauna. Hann er þekktur fyrir LET mannauðslíkanið (Leader Effectiveness Training), PET uppeldislíkanið fyrir foreldra, TET samskiptalíkanið fyrir kennara og YOY sjálfstraustslíkanið fyrir unglinga.

 

Gordon Training International er þjónustuaðili fyrir sína samstarsfsaðila um allan heim sem bjóða upp á námskeið og innleiðingar á hugmyndafræði í mannauðs málum fyrir leiðtoga, stjórnendur, foreldra, kennara og einstaklinga í 50 löndum.

 

Hugmyndafræði Dr Thomas Gordon er viðurkennd um allan heim. Hann var brautryðjandi í samskiptafærni og samskiptalegum vandamálum og kom til Íslands áður en hann lést og var með fyrirlestra (sjá). Hann er höfundur fjölda bóka sem þýddar hafa verið á 28 tungumál og seldar í 7 milljón eintaka um allan heim.

 

 - Leader Effectiveness Training (LET)   
    Bókin Samskipti stjórnenda og starfsmanna (áætluð útgáfa á Íslandi 2018).
 

 

  - Parent Effectiveness Training (PET)
    Bókin Samskipti foreldra og barna var gefin út fyrst á Íslandi 1987.

 
 - Teacher Effectiveness Training (TET)
     Bókin Samskipti kennara og nemenda var gefin fyrst út á Íslandi 2001.

 
 - Sales Effectiveness Training

    Samskipti og sala og þjónusta (áætluð útgáfa á Íslandi 2018).
 
 - Parent Effectiveness Training in Action - Discipline That Works


  - Making The Patient Your Partner 
    Meðhöfundur er W. Sterling Edwards, M.D.

 

Linda Adams forstjóri Gordon Training International er höfundur að BYB mannauðslíkaninu fyrir konur og hefur gefið út bækur sem leggja grunn að færni til að þróa persónulega ábyrgð og byggja upp samstarfssambönd. Hún er með meistaragráðu í félagsfræði frá California State University í Los Angeles. Linda var eiginkona og samstarfsaðili Dr Thomas Gordon í 35 ár.


  - Be Your Best

    Vertu besta útgáfan af sjálfum/ri þér. 

 

Michelle Adams dóttir Thomas og Lindu er varaforseti Gordon Training International og hefur síðustu árin unnið að uppbyggingu á Gordon Training International á alþjóðlegum grunni.

Dr. Thomas Gordon stofnandi Gordon Training Iternational

Michelle Adams aðstoðarforstjóri
og Linda Adams forstjóri Gordon Training International 

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON