top of page

Um Gordon

LET hugmyndafræðin - breytir öllu í starfsumhverfinu

LET hugmyndafræðin byggir á kerfisbundinni sex þrepa innleiðingu á þátttökustjórnun og samskiptafærni hjá stjórnendum og starfsfólki í fyrirtækjum og stofnunum. Innleiðingin er byggð á ferlum sem eru þarfagreining með stjórn og/eða eigendum, samskiptamati til að greina stöðu á samskiptum, þriggja daga vinnustofu, fræðsluneti, árangursmælingum og endurmenntun sem byggir á niðurstöðum þeirra. 

  • LET hugmyndafræðin hefur verið þróuð í fimmtíu ár til að gera fyrirtækjum
    og stofnunum kleift að skapa og viðhalda góðri starfsmannamenningu 
    og

    mannauði. Þetta virkjar orku, opnar á sköpun og eflir getu allra starfs-
    manna. LET byggir á
    staðfestum áratuga rannsóknum um árangur (
    sjá).

     

  • LET hugmyndafræðin gerir starfsfólki kleift að leggja grunn að samstarfi
    þar sem allir starfsmenn geta upplifað kosti þess að hafa samráð og 
    samvinnu að leiðarljósi.

     

  • LET hugmyndafræðin færir starfsfólki hagnýtt, fullkomið kerfi í vanda-
    málum og ágreiningi í átökum. Þetta er sett saman í umhverfi sem
     auðvelt
    er að nota og skilgreinir hvaða færni eigi  við í einstaka aðstæðum.

     

  • LET hugmyndafræðin er einstök aðferðafræði sem gerir enga kröfu til persónugreiningar til að virka og er algjörlega háð afstöðu hvers aðila.
     

  • LET hugmyndafræðin byggir á viðurkenndum og staðfestum kenningum í bestu aðferðum í fullorðinsfræðslu.

Gordon LET hugmyndafræðin

Gordon LET hugmyndafræðin

Play Video

LET hugmyndafræði skilar færni:
 

  • Bætir sambönd og samskipti hjá starfsfólki og eykur afköst í starfi.

  • Dregur úr átökum og streitu á vinnustað.

 

LET mannauðslíkanið er byggt á þörf fyrir nýja tegund af stjórnun, sem setur mannauðinn í fyrsta sæti – stjórnun sem auðveldar skapandi getu hvers einstaklingsins, frjálsa tjáningu hans einstaklingshyggju og virka þátttöku í lausn vandamála og markmiðasetningu.

LET hugmyndafræðin kennir fólki að... 
 

  • Finna nýjar leiðir til að fá þörfum sínum fullnægt án þess að beita valdi.

  • Vera lausnamiðaðri í óhjákvæmilegum átökum í öllum samskiptum.

  • Hafa meira sjálfstraust í að leysa átök þannig að enginn tapi.

  • Verða meira opið og minna árásargjarnt í birtingu hugmynda og tilfinninga.

  • Finna sjaldnar fyrir reiði og verða hæfari til að takast á við  reiði.

Ávinningur stjórnenda á að nota LET:

  • Opin samskipti við starfsmenn

  • Læra að hlusta á aðra með samúð og skilningi ef við á

  • Læra að tjá tilfinningar og áhyggjur án þess að kenna öðrum um

  • Læra að leysa átök og ágreining á sanngjarnan hátt.

 

Ávinningur fyrirtækis/stofnunar og starfsfólks á að nota LET:

  • Minni starfsmannavelta

  • Starfsmenn verða virkari og með meira frumkvæði

  • Vandamál og átök sem koma upp eru leyst í stað þess að vera hunsuð

  • Meiri sköpun, betri ákvarðanir og meiri sveigjanleiki vegna þess að starfsfólk vinnur betur.

  • Minni tími fer í að leysa deilumál og meiri tími verður til að hugsa, skipuleggja og stjórna.

 

Hverjir geta nýtt sér LET hugmyndafræðina?

  • Allir stjórnendur sem átta sig á því að stjórnun er mikil vinna og snýst um gæði í samskipum við fólk.

  • Stjórnendur sem vilja bæta sína skilvirkni og efla árangur síns samstarfsfólks.

  • Fólk sem vill læra fjölbreytta, hagnýta færni til að nota strax í sínu starfi.

LET DREGUR
ÚR  ÁGREININGI
OG STREITU Á VINNUSTAР

bottom of page