top of page

Um Gordon

Greining er undirstaða fyrir því að ná árangri 

  • Hvernig eiga stjórnendur saman?

  • Er starfshópurinn að virka?

  • Ná stjórnendur ekki sambandi við starfsfólkið?

NBI hugsniðsgreining

NBI greiningar geta gert kraftaverk í að stilla saman stjórnendum, aðilum í verkefnahópi eða leggja grunn að auknum skilningi í samskiptum. 

  • NBI persónuleg greining   - 8 þættir í hugsniði

  • NBI leiðtogagreining          - 8 þættir í hugsniði

  • NBI færnigreining               - 8 þættir í hugsniði

  • NBI teymisgreining

  • NBI 360° stjórnunargreining


     

 

LET samskiptagreining

GORDON býður upp á greiningu á stöðu samskipta í fyrirtækinu. Greiningin getur verið eftir sviðum, deildum eða verkhópum. Með því að gera þessa greiningu reglulega, kemur fram lifandi þróun um stöðu samskipta hjá starfsfólkinu og þannig verður hægt að meta þörf fyrir endurmenntun á hverjum tíma. Greiningin er án endurgjalds ef LET vinnustofa er tekin.

  1. Greina stöðuna
    LET samskiptagreiningin mælir hvort slæm samskipti standi í vegi fyrir að ná hámarks árangri í fyrirtækinu. Greiningin er á netinu og nafnlaus.

     

  2. Innleiða breytingar
    Ef niðurstaða greiningar gefur vísbendingar um að bæta megi stöðuna, fara stjórnendur og starfsmenn á LET vinnustofu til að bæta samskipti og átakafærni.

     

  3. Mæla árangur 
    Þremur mánuðum eftir LET vinnustofu, er aftur gerð greining til að mæla þann árangur sem hefur náðst. Slík greining er síðan gerð reglulega á þriggja til sex mánaða fresti til að meta hvaða eftirfylgni er nauðsynleg til að viðhalda árangri.

bottom of page