top of page

Um Gordon

360° NBI raunstöðumat

Þegar gera á gott betur

Fyrirtæki og stofnanir eru sífellt að verða meðvitaðri um þá staðreynd að mannauðurinn er ein helsta auðlindin. Árangur í rekstri byggir ekki síst á hæfni starfsfólks. Það þýðir að því hæfara starfsfólk sem fyrirtæki ná að ráða til sín því meiri líkur eru á að það nái samkeppnislegu forskoti. 

Frammistaða er einn mikilvægasti þátturinn í fyrirtækum enda er frammistaða starfsmanna það sem hefur hvað mest áhrif á árangur fyrirtækis. Í frammistöðumati eru borin kennsl á styrk- og veikleika starfsmans og er því góð leið til að fá heildarmynd af frammistöðu hans.

Í 360° mati er upplýsingum um frammistöðu safnað úr ýmsum áttum, eftir því hverja starfsmaður á í mestum samskiptum við t.d. hjá næsta stjórnanda, undirmönnum, samstarfsfólki og jafnvel viðskiptavinum. 

360° mat frá Gordon Training Iceland hjálpar þér að fá skýra mynd af æskilegri forgangsröðun í starfsmannaþróun. Æskilegt er að fylgja matinu eftir með stjórnendamarkþjálfun þar sem niðustöður matsins eru nýttar til að hjálpa starfsmanninum til að gera gott betur.

Matið og spurningarnar sem lagðar eru fyrir er klæðskerasniðið að aðstæðum hverju sinni þannig að tilgangurinn helgi alltaf meðalið.

360-thatttakendur_header_2.jpg
bottom of page