top of page

Góð samfélagsþróun byrjar með þátttökustjórnun í fyrirtækjum og stofnunum


Þegar stjórnendur fyrirtækja og stofnana velja stjórnunarstíl, þurfa þeir að hafa þetta í huga: - hvers konar fyrirtæki eða stofnun viltu reka?

Fyrirtæki og stofnanir eru byggðar upp af fólki með stjórnunarstíl sem ákvarðar hinn sálfræðilega sameiginlega grunn í samfélaginu. Þvingandi stjórnendur skapa þvingandi fyrirtæki og stofnanir.

Hvernig stjórnunarstíll tryggir að þarfir starfsmanna séu virtar? Það er í ósamræmi við alvöru lýðræði að eingöngu eigi að sinna þörfum og markmiðum stjórnenda og/eða fyrirtækis eða stofnunar. Til að tryggja starfsánægju starfsmanna, ánægju viðskiptavina og betra samfélag þurfa stjórnendur að finna leiðir til að tryggja þátttöku starfsmanna í ákvarðanatöku.

Ef fyrirtæki og stofnanir eiga að lifa og dafna verða þau að hafa sveigjanleika. Vandamál á ekki að leysa eða ákvarðanir að taka, eingöngu byggt á grundvelli þeirra sem hafa vald, heldur á grundvelli skapandi auðlinda allra starfsmanna sem hafa upplýsingar sem tengjast málinu.

Fyrirtæki og stofnanir lifa ekki til lengri tíma ef eingöngu er treyst á stjórnunaraðferðir sem byggja á ótta starfsmanna við að missa vinnuna eða að svipta þá sínum grunnþörfum. Það er ástæða fyrir að á síðustu 40 árum höfum við orðið vitni að byltingarkenndri þróun í mannlegum samskiptum. Fyrirtæki verja hundruðum milljóna í leit að nýju stjórnunarmynstri, nýrri stjórnþjálfun, nýjum stjórnunarháttum eða nýjum stjórnunarstíl. Til að lifa af í lýðræðislegu samfélagi þarf að leggja grunn að þátttökustjórnun.

James Worthy fyrrum mannauðsstjóri hjá Sears Roebuck, kom með þessa sömu sannfærandi hugmynd fyrir nokkrum árum:

“Ef okkur er umhugað um að viðhalda "frjálsu framtaki" og stuðla að frelsi í heiminum, verðum við að styrkja okkar reglur á skilvirkari hátt varðandi innra skipulag og stjórnun í okkar eigin fyrirtæki. Fyrst af öllu, stjórnkerfið þarf að virka á áhrifaríkan hátt. Það getur ekki gert það, nema það náist að virkja skapandi auðlindir ásamt því að efla getu og framleiðni einstakra starfsmanna.”

Hvers konar samfélag viltu skapa?

Þó samfélagið sé byggt á þeirri trú að allir borgarar hafi rétt og getu til að velja sín markmið og getu til að taka mikilvægar ákvarðanir, þá hafa flestar félagslegar stofnanir okkar tilhneigingu til að færa þennan rétt til stjórnenda sinna. Það er ljóst að lýðræði í reynd, er ekki alltaf það sama og lýðræði í orði.

Frelsi frá ósjálfstæði er svo enn annar mælikvarði á lýðræðisþjóðfélag. James Marshall, sem er framúrskarandi lögmaður, skrifaði einu sinni:

“Frelsi frá ósjálfstæði er grundvöllur lýðræðis. Ef fólk á að geta þróast og nýtt sína getu er nauðsynlegt, að samfélagið sé með jafnvægi á einstaklingsstöðu og að skapa festu í samfélaginu. Frelsi frá ósjálfstæði er nauðsynlegt til þroskast. Fyrir þá fullnægju sem náð er í gegnum sjálfstæði, er alltaf líka ófriður í skugga einhvers valds, þar sem maður hefur lítið um málin að segja.”

Þegar valdi er þjappað saman hjá nokkrum stjórnendum, minnkar sjálfstæði. Áskorunin fyrir okkar samfélag er þá að hvetja okkar leiðtoga og stjórnendur til að tileinka sér þátttökustjórnun í samræmi við þær lýðræðislegu grundvallarreglur sem þarf til að skapa gott samfélag. Þessa þátttökustjórnun þarf síðan að innleiða inn í hvert fyrirtæki og hverja stofnunar í okkar samfélagi.

Ef við viljum lýðræðislegt samfélag, verðum við að hafa þátttökustjórnun í fyrirtækjum og stofnunum og stjórnendur sem hafa nauðsynlega færni og aðferðir til að þróa gagnkvæmt jafnvægi í samskiptum og góð tengsl við fólkið sem þeir stjórna.

Þessi grein er byggð á umfjöllun frá Michelle Adams aðstoðarforstjóra Gordon Training International


bottom of page