Kennslustofa eða nám á netinu: - er hægt að læra samskiptafærni á bak við tölvuskjá?

 

Einn aðili sendi mér eina athyglisverðustu fréttagrein sem ég hef lesið í langan tíma.

 

Læknirinn Dhruv Khullar sem skrifar fyrir New York Times fjallaði í þessari grein um það hvernig félagsleg einangrun er að drepa okkur. Hann notaði þarna sögu sjúklings sem var virkilega að deyja, átti aðeins 24 klukkustundir eftir og hafði engan í sínu lífi til að láta vita. Enga vini, enga fjölskyldu og enga nágranna. Greininni lýkur síðan með lista yfir óvenjulegar staðreyndir og tölur um áhrif einmanaleika og félagslegrar einangrunar á bæði einstaklingsbundna og félagslega heilsu. Þessi grein var föst í huga mér í marga daga.

 

Í píramída Abraham Maslow's um félagslegar þarfir, er ást og að tilheyra einhverju staðsett í miðju pýramídans, rétt fyrir ofan okkar grunnþarfir, lífeðlisfræðilegar þarfir eins og mat, vatn og öryggi ásamt húsnæði, hlýju og frelsi gegn ofbeldi og öðrum ógnum. Maslow sýnir okkur með þessari staðsetningu að mannleg tengsl eru ekki valfrjáls þáttur - þau eru óaðskiljanlegur þáttur varðandi bæði sálfræðilega og lífeðlisfræðilega heilsu. Án sterkra mannegra tengsla og samskipta (samkvæmt minnismiðum Khullar) byrjar allt að falla í sundur: Svefnarmynstur fer úr skorðum, ónæmiskerfið veikist, streituhormón hækkar, kerfisbundnum bólgum fjölgar og hætta á hjartaáfalli og heilablóðfalli eykst um allt að þriðjung.

NIÐURSTAÐA: Sterk mannleg tengsl og sambönd eru ekki valfrjálsir þættir. Þessir þættir eru lífsnauðsynlegir og allir þarfnast þeirra eins og að borða, anda, vera heit og þurr og utan stríðssvæða.

 

Þessi grein gerði mig enn og aftur þakkláta, fyrir að hafa þá færni sem ég lærði með LET mannauðslíkaninu, vegna þess að hún eru gagnleg í öllum samböndum, ekki bara í faglegum efnum.

 

Hvað getur svo grein um einmanaleika sagt okkur frá ferlinu við að læra eithvað?

Lærdómskröfum og félagslegum þörfum er stillt upp saman í gagnvirkum og raunverulegum skólastofum

Mikilvægasta orðið í þjálfun, líkt og í lími, er "klístur". Eftir að allt er sagt (eða séð) og gert, eftir að öll kennslan hefur verið afhent (í hvaða formi sem það er gert), eftir að alla kennslufræðilegar æfingar hafa verið notaðar, eftir að öllu mati hefur verið lokið, hvað klístrast raunverulega við þá sem fóru í gegnum þjálfunina? Hefur fólkið skilið efnið?

Árið 2011 var birt niðurstaða úr fimm ára rannsókn sem sýndi að nemendur á netinu voru líklegari til hætta námi, en þeir sem voru í hefðbundnu námi í skólastofu (og að þeir sem kláruðu nám á netinu voru minna líklegri til að fara í framhaldsnám en þeir sem höfðu lært í hefðbundnum skólastofum). Í inngangi þessarar rannsóknar var sérstaklega tekið fram að einangrun væri ein ástæðan: "Nemendur í námi á netinu kvörtuðu oft um tæknileg vandamál, tilfinningu fyrir einangrun, hlutfallslegu skorti á ferla uppbyggingu og almennum skorti á stuðningi og þetta allt getur stuðlað að minni árangri. "

 

Með tilliti til þessarar rannsóknar, tók tímarit Training viðtöl við sérfræðinga í starfsþjálfun um afleiðingar af þessu fyrir starfsumhverfi. Þegar viðhorf þessarra sérfræðinga voru tekin með varð heildarmyndin skýrari og skýrari. Nám á netinu hefur sitt hlutverk; ef þú þarft að þjálfa þúsundir nýrra starfsmanna til að stimpla sig inn og út í nýju tímaskráningarkerfi, slær ekkert þetta út.

 

Þegar það kemur að því að kenna "mjúka færni" er ekkert minna viðeigandi en námskeið á netinu.

 

EFNISATRIÐI: Markmið og viðfangsefni eins og reglur um atvinnuöryggi, skipulagsreglur, hugbúnaðarfærni osfrv. passar inn í námskeið á netinu vegna þess að það er ekki þörf fyrir mannleg samskipti og nemendum hafa þarna gott tækifæri til sjálfsnáms. Allir sérfræðingarnir voru sammála um að færni sem tengist fólki væri best í skólastofum, undir handleiðslu kennara.

 

NÁMSMARKMIÐIN: Randhir Vieira, varaforseti vöru og markaðsmála hjá Mindflash, sem vitnað er í sömu grein, sagði þetta með mikilli áherslu:

 

"Kennslustofur eru besti kosturinn fyrir litla hópa og sérstaklega þegar um er að ræða samskipti, tengslabindingu og/eða bein samskipti sem er nauðsynleg til að ná fram námsmarkmiðum. Hlutverkaleikir sem oft eru notaðir í sölu- og stjórnunarþjálfun, eru fullkomin aðferð fyrir æfingar í kennslustofu. "

 

Í Leader Effectiveness Training eru samskiptafærni bæði viðfangsefnið og aðmarkmiðið og í þeim kringumstæðum er kennslustofan megin grundvöllurinn til að ná árangri og í raun sá eini.

 

Án auglitis til auglitis samskipta, gagnvirkra samræðna, samræmingar, samvinnu, raunveruleika í upplifun, rauntíma umræðu og notkunar á grunnatriðum frá raunverulegum vinnustöðum og upplifunarnám, mun arðsemi námsins verulega minnka og hæfni til að nota þetta í starfi – láta þetta „Klístrast "- ekki nást.

 

Fjárfestingar í starfsmannaþjálfun eru ekki allar eins. Ég fór í gegnum LET fyrir næstum fimmtán árum síðan og þessi víðtæka gagnvirka kennslustofa hefur verið fast hjá mér svo lengi að ég nota þessa færni og fyrirmæli í mínum samböndunum í hverri viku. Mér finnst gaman að hugsa til þess að þegar ég man eftir því að nota þessa færni, hjálpar hún mér einnig til að draga úr hættu á félagslegri einangrun og einmanaleika og minnka áhættu á þeirri heilsufarsáhættu sem er á hinum ógnvekjandi lista frá New York Times - streituhormóna, kerfisbólgu og fleira. Þetta næst vegna þess að þegar við bætum sambönd okkar við annað fólk, erum við líka að uppfylla okkar eigin þarfir.

 

Við erum félagsleg verur. Við þurfum hvert annað. Við þurfum færni til að takast á við og leysa okkar samskiptalegu vandamál, til að byggja upp gagnkvæma virðingu og viðhalda félagsfræðilegri uppbyggingu í okkar umhverfi.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON