top of page

Fræðsluumsjón, fræðslustefna og fræðsluefni er allt hluti af LET mannauðslíkaninu


Það getur verið stórt stökk fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir að ráða fræðslustjóra, setja saman fræðslustefnu og ákveða síðan hvaða fræðsluefni falli að því sem stefnt er að ná fram.

Fræðslustefna

Markmið fræðslustefnu er að stuðla að öflugri fræðslu og góðu aðgengi að fræðsluefni sem miðar að því að auka hæfni starfsfólks og ánægju og þeirra vellíðan á vinnustað. Hluti að þessu er líka að tryggja að framlag og þátttaka starfsfólks sé metið að verðleikum, starfsfólk fái að taka þátt í mótun á sínu starfsumhverfi og stjórnun í starfsumhverfi sé fagleg, lýðræðisleg og sanngjörn.

Fræðsluumsjón Þegar fræðslustefna liggur fyrir, þarf að stilla upp framboði á fræðsluefni og námskeiðum fyrir starfsfólk sem framfylgja þeim markmiðum sem í stefnunni eru. Jafnframt skiptir miklu máli að ýtt sé markvisst undir sköpunargleði og sköpunarkraft til að efla virkni og frumkvæði í starfsumhverfi. Til að byrja með er það sérfræðingur frá Gordon sem hefur umsjón með þessu í samráði við mannauðs- og/eða starfsmannastjóra.

Fræðslu- og starfsþjálfun Það getur verið erfitt að velja rétta starfsþjálfun, því mikið framboð af mismunandi starfsþjálfun stendur til boða. Forsendan fyrir arðsemi fjárfestingar í starfsþjálfun er í raun aðeins ein: að leysa vandamál. Samræming á málum, öryggismál, vinnuslys, framleiðsluskortur, samskiptavandamál - þessi vandamál eru yfirleitt ástæðan fyrir því að fyrirtæki og stofnanir byrja að leita að góðri þjálfunar- og þróunarlausn. Ef valin er rétt lausn, skilar það arðsemi, meiri framleiðni, betri þjónustu og meiri framleiðslu.

LET mannauðslíkanið inniheldur fræðslustefnu, fræðsluumsjón og fræðsluefni LET mannauðslíkanið er ferli sem byggir á greiningu, markmiðasetningu, stöðumati, innleiðingu á samskiptafærni, árangursmælingu, endurmati og skipulagðri endurmenntun. Ferlið er byggt á heildarumhverfi sem kalla má stefnumörkun í starfsfræðslu og sérfræðingar Gordon Training Iceland stýra framkvæmdinni sem tímabundnir umsjónaraðilar með þessum fræðslumálum í samstarfi við mannauðs- eða starfsmannastjóra í hverju tilfelli. Síðan getur viðkomandi fyrirtæki eða stofnun vottað sinn mannauðs- eða starfsmannastjóra til að taka við eða samið við Gordon Training Iceland um samstarf í þessu samkvæmt þarfagreiningu hverju sinni.

Munurinn á Leader Effectiveness Training (LET) og öðrum starfsþjálfunum Hugmyndafræði LET liggur djúpt innan heimspekilegra grundvallaratriða og hugmynda, uppruna, hönnunar, innleiðingar og eftirfylgni. Í grunninn er LET starfsþjálfun hönnuð til að bæta hvernig fólk stjórnar sínum samskiptum. Þetta er grunnforsendan varðandi R.O.I. í starfsþjálfun. Í reynd er LET færnin að byggja upp opið og gagnkvæmt traust, uppbyggjandi samskipti og sambönd við nánast hvern sem er sem hefur sjálfstæðan vilja.

LET er byggt á vísindum: LET mannauðslíkanið er grundvallað á áreiðanlegum, virtum grundvallaratriðum og virtum áratuga rannsóknum á mannlegri hegðunar. Færnin og aðferðirnar hafa verið staðfestar með tímanum og aftur og aftur í gegnum áratugi. Þetta er ekki "nýjar kenningar" eða "óprófaðar", allt í hugmyndafræðinni hefur verið kennt, æft og staðfest á þúsundum vinnustaða yfir áratugi um allan heim.

LET er byggð á æfingum: Lögð er mikil áherslu á að byggja upp færni sem krefst þjálfunar í vinnustofu. Þátttakendur fara í gegnum þessa færni, æfa hana í alvöru samtölum, fá uppbyggilega endurgjöf og byggja hana upp skref fyrir skref.

LET er með alhliða notagildi: Ólíkt mörgum starfsþjálfunum, þá er færnin í LET ekki bundin við vinnustað. Í raun er þetta einn af hennar einstöku grundvallar styrkleikum. Sömu færni eins og virka hlustun er hægt að nota til að fækka vandamálum á milli tveggja samstarfsaðila og til að minnka spennu milli systkina í uppeldi í fjölskylduumhverfi.

LET byggir á hagnýtni: LET mannauðslíkanið gerir ekki kröfu til að þátttakendur verði sérfræðingar í "lesa" annað fólk. Það krefst þess ekki að þátttakendur leggi á minnið persónuleikasnið eða að þurfa að muna að hafa samskipti við ákveðna aðila á þann hátt sem þeir vilja. LET gerir ekki kröfu um að þátttakendur verði sérfræðingar í sálfræði, áhugasamir félagsfræðingar, mannfræðilegir spekulantar eða þurfi að hegða sér á annan hátt en það vill og kann. LET þróar einfaldlega sérfræðiþekkingu í þröngum, mjög árangursríkum samskiptum og lausn á vandamálum byggt á samúð og sjálfstæði.

LET er með sýnileiki og ábyrgð: Það sem er kannski mikilvægast af öllu, er að LET gerir ekki kröfu til þekkingar eða þátttöku undirmanna til að "þetta virki". Þeir sem læra LET færni eru bara ábyrgir fyrir eigin hegðun og innleiða þann skilning. Aðrir aðilar á sama vinnustað sem hafa lært LET færnina, geta séð þegar einhver gleymir að nota þetta. Slík sýnileg skilyrði er náttúrulegt tækifæri til að styrkja sig í að æfa þessa færni og leið til að efla bæði starfsþjálfun og "heilbrigðan jarðveg í samskiptum". Á þennan hátt skapar LET eigin sýnileika, verður sjálfstætt styrkjandi og heldur áfram að gefa löngu eftir að starfsþjálfun er lokið.


bottom of page