top of page

Tilfinningaleg velferð starfsfólksins, ákvarðar hvers konar fyrirtæki þú rekur.


“Í ljósi þessi að brýn þörf er á nýjum stjórnunaraðferðum í okkar samfélagi, er áskorun að reyna að móta nálgun í forystuhæfni sem nýtast mun samfélaginu.” Á þessum orðum hefst bókin hans Thomas Gordon „Group-Centered Leadership (hópamiðuð stjórnun)“ sem fyrst var gefin út á árinu 1955 eða fyrir 63 árum. Á þessum grunni þróaði hann þá aðferðafræði og stjórnunarlíkan sem LET mannauðslíkanið byggir á.

Hugmyndafræðin á bak við LET mannauðslíkanið byggir á þeirri staðreynd að tilfinningaleg velferð starfsfólksins, ákvarðar hvers konar fyrirtæki þú rekur. Að auki er það að mestu undir stjórnendum komið, hversu gott tilfinningalegt andrúmsloft ríkir í fyrirtækinu. Samskiptahæfni yfirmanna er því gríðarlega mikilvæg. Hvernig viðkomandi talar við sína starfsmenn hefur annað hvort jákvæð eða neikvæð áhrif á þá.

Stjórnendur hafa völd sem gera þeim kleift að gera tilveru meðlima í sínum hópi slæma eða ánægjulega, að pirra þá eða vera uppörvandi, slá þá út af laginu eða hvetja til dáða. Þeir skapa andrúmsloft þar sem meðlimum í teyminu finnst þeir þurfa að hlýða, aðlaga sig, að fara varlega til að rugga ekki bátnum — eða andrúmsloft þar sem þeim er frjálst að koma með hugmyndir, tillögur og skoðanir, kanna nýjar aðferðir til að leysa vandamál og vera skapandi og frumlegir. Í stuttu máli þá grefur hið tilfinningalega andrúmsloft annað hvort undan afkastagetu meðlima hópsins, sköpunargáfu þeirra og hæfileikum til að vera virkir þátttakendur eða hvetur þá áfram til betri verka.

Það er ekki sjálfgefið að stjórnendur, frekar en aðrir, kunni að skapa jákvætt andrúmsloft.

Það krefst þjálfunar og æfingar að læra þetta, alveg eins og það þarf þjálfun og æfingu til að ná árangri í hverju sem fólk tekur sér fyrir hendur.

Vísindalegur grunnur á bak við samskipti hefur þróast mikið á síðustu 60 árum. Við þekkjum núna marga af þeim nauðsynlegu þáttum sem stuðla að hagsæld. Við vitum að samskipta- og átakafærni hjálpar bæði okkur sjálfum sem og öðrum til að öðlast andlega og líkamlega vellíðan. Við vitum einnig að þegar stjórnendur læra og nota þessar aðferðir, skapa þeir jákvætt tillfinningalegt andrúmsloft þar sem fólk þrífst vel og framlag þess til fyrirtækisins er í hámarki.

Við innleiðingu á LET mannauðslíkaninu færðu tækifæri til að læra þá aðferðafræði og hæfni sem frumkvöðullinn Dr. Thomas Gordon skapaði fyrir meira en 60 árum. Innleiðing á LET mannauðslíkaninu mundi reynast þér gagnleg, hvetjandi og auðgandi reynsla ásamt því að stuðla að aukinni hæfni, afkastagetu og ánægjulegri samskiptum bæði í starfsumhverfi og heimavið.


bottom of page