LET mannauðslíkanið er vinn/vinn fyrir starfsfólk og vinnuveitendur

 

Flest alvöru Mannauðs líkön í samskiptafærni byggja á ákveðinni aðferðafræði til að móta grunn fyrir betri starfsmenningu, lausnamiðaðan starfskúltúr, aukna samstarfsfærni, meiri framleiðni og eru þannig vinn/vinn verkefni fyrir fyrirtæki/stofnanir og þeirra starfsfólk.

Hvar er svo mannauðs líkan?
Í Íslenskri nútímamálsorðabók segir að orðið líkan standi fyrir „kerfi fyrir ákveðnar séraðstæður/sérþekkingu sett fram á stærðfræðilegan hátt, reiknilíkan o.þ.h“.

 

Mannauðs líkan er einmitt kerfi sem byggir á ákveðinni sérþekkingu sem sett er fram í skipulögðu ferli eins og reiknilíkan. Í þetta ferli er búið að raða saman þáttum og aðgerðum sem skilar þátttakendum á leiðarenda með betri stöðu en þeir voru með í upphafi.

 

Flest mannauðs líkön í samskiptafærni eru einmitt að uppfylla þessi skilyrði um að innihalda ákveðið ferli þar sem starfsfólk í fyrirtækjum og stofnunum fer í gegnum sérhæfða fræðsluþætti og aðgerðir sem saman eiga að skila betri starfsmenningu, lausnamiðuðum starfskúltúr, aukinni samstarfsfærni, en jafnframt meiri framleiðni (eða minni kostnaði) í starfsumhverfinu.

 

Eru mannauðs líkön ekki bara verkfæri atvinnurekenda til að fá meira út úr starfsfólkinu?
Þetta er áhugaverð spurning til að skoða. Mannauðs líkan í þessu formi hér að ofan er að sjálfsögðu umhverfi sem skilar fyrirtæki/stofnun meiri framlegð og/eða minni kostnaði, en er það á kostnað starfsfólksins? Er þetta bara enn eitt námskeiðið eða innrætingin til að þjóna hagsmunum þeirra sem stjórna?

 

Til að svara þessu er líklega best að skilgreina hvað fyrirtækið/stofnunin fær út úr þessu og hinsvegar hvað starfsmaður fær:

 

    Fyrirtækið

 • Starfsfólk er lengur í starfi.

 • Starfsmenn eru virkari og með meira frumkvæði.

 • Vandamál og átök sem koma upp eru leyst í stað þess að vera hunsuð.

 • Meiri sköpun, betri ákvarðanir og meiri sveigjanleiki og starfsfólk vinnur betur.

 • Minni tími fer í deilumál og meiri tími til að hugsa, skipuleggja og stjórna.

 

    Starfsfólkið

 • Fólk bætir eigin skilvirkni  og eflir persónulegan árangur.

 • Fólk lærir hagnýta samskiptafærni  til að nota í persónulegu umhverfi.

 • Fólk eflir heilbrigt sjálfstraust og leggur grunn að andlegu jafnvægi.

 • Fólk styrkir sambönd við aðra og tengir sig betur tilfinninalega.

 • Fólk lærir að takast betur á við ágreining í persónulegu umhverfi.

 

Eins og sést á þessu hér hér að framan, þá er „nei“ svarið við því hvort mannauðs líkön í samskiptafærni snúist um enn eitt tilfellið til að misnota starfsfólkið. Þetta er líkan sem skilar starfsfólki betra starfsumhverfi og leggur grunn að aukinni þátttöku þess í að móta sitt eigið starfsumhverfi. Þetta er í raun samstarf um að skapa betri vinnustað þar sem öllum líður betur.

 

Ávinningurinn fyrir fyrirtæki/stofun er meiri verðmætasköpun og ávinningur fyrir starfsfólk er að öðlast meiri færni í samskiptum, bæði á vinnustað og í persónulegu umhverfi.

 

Mannauðs líkön í samskiptafærni eru svo sannarlega vinn/vinn fyrir alla.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

 • Instagram Social Icon
 • Twitter Social Icon
 • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON