
Þegar þú greinir forsenduna fyrir arðsemi fjárfestingar í starfsþjálfun niður í grundvallaratriði, þá er í raun aðeins ein raunveruleg ástæða hjá fyrirtækjum og stofnunum fyrir því að fjárfesta í starfsþjálfun og þróun í starfsumhverfi: að leysa vandamál.
Allt frá mikilli veltu til samræmingar á málum, öryggis og skýrslugerða, vinnuslysa, framleiðsluskorts, ná ekki ársfjórðungslegum KPIs viðmiðun - þessi vandamál eru ástæðan fyrir því að fyrirtæki og stofnanir byrja að leita að góðri þjálfunar- og þróunarlausn.
Plástursnálgun í starfsmannaþjálfun er slæm fjárfesting.
Á árinu 2012 birti Harvard Business Review athyglisverða greiningu á því hvers vegna starfsþjálfun hafði að stórum hluta mistekist – aðeins 25% sögðu hana hafa skilað einhverju.
Höfundarnir gerðu greinarmun á því hvers vegna starfsþjálfun hafi mistekst og hvað eigi að gera í málinu. Í stuttu máli, niðurstöðurnar voru skelfilegar fyrir þau fyrirtæki sem taka plásturs nálgun á starfsþjálfun: þeir komust að því að með því leggja lag af starfsþjálfun yfir starfsumhverfi sem ekki er í lagi, leiðir ekki til langtíma skipulagsbreytinga.
Samkvæmt höfundum, þegar starfsþjálfun er fyrir utan daglegan veruleika vinnustaða varðandi hlutverk, ábyrgð og sambönd, getur innihald starfsþjálfunar ekki náð inn í daglegt skipulag í starfsumhverfi. Það er vegna þess að starfsþjálfunin fjallar ekki um vandamálin sem eru inn í starfsumhverfisins og breytir því ekki þeim þáttum sem þarf til að ná því fram sem verið er að reyna að breyta með viðkomandi starfsþjálfun. Þess vegna skilar starfsþjálfunin ekki þeim niðurstöðum sem hún var hönnuð til að skila. Niðurstaðan er því sú að "starfsþjálfunin mistekst."
Grimmur veruleiki, ekki satt!!!
Sumt af helstu niðurstöðum Harvard Business Reviw rannsóknarinnar: " Fyrirtæki og stofnanir þurfa "frjósaman innri jarðveg" til að "fræin í starfsþjálfunaraðgerðum geti vaxið“ .... Þegar vísindamenn horfðu á starfsþjálfunaráætlun sem miðaði að því að bæta vanda og samskipti milli stjórnenda og undirmanna, uppgötvuðu þeir að árangur var fjölbreyttur ... árangur var meiri í umhverfi þar sem þegar hafði verið þróað "sálfræðilegt öruggt umhverfi" eða þar sem undirmönnum fannst þeir geta talað frjálst um hlutina .... Hluti af því að skapa hagstætt samhengi fyrir starfsþjálfun er að tryggja að alt umhverfi fyrirtækisins hafi frjósaman jarðveg. Aðstæður munu óhjákvæmilega vera breytilegar innan fyrirtækis eða stofnunar, því að hvert umhverfi hefur sitt hlutverk og hver rekstrarhópur hefur sínar eigin þarfir og áskoranir. "
Hvernig starfsþjálfun getur skapað „frjósaman sálfræðilegan jarðveg“ ?
Fimm leiðir L.E.T. sem leggja grunn að skipulagsbreytingum Munurinn á Leader Effectiveness Training og öðrum starfsþjálfunum liggur djúpt innan heimspekilegra grundvallaratriða og hugmynda, uppruna, hönnunar, afhendingar og eftirfylgni.
Í gruninn er L.E.T. starfsþjálfun hönnuð til að bæta hvernig fólk stjórnar sínum samskiptum. Þetta er grunnforsendan varðandi R.O.I. í starfsþjálfun.
Meginreglurnar sem L.E.T. byggir á eru flóknar, en í reynd er hægt að nota L.E.T. færnina til að byggja upp opin, gagnkvæm, traust uppbyggjandi samskipti og sambönd við nánast hvern sem er sem hefur sjálfstæðan vilja.
Ólíkt öðrum starfsþjálfunum sem hafa komið og farið, þá er grundvallarfærni og lausnamiðuð aðferðafræði L.E.T. það sem kennir og þjónar báðum þeim þáttum sem lýst er af höfundum HBR greinarinnar: Undirbúa jarðveginn og gróðursetja fræin fyrir afkastamiklum, jákvæðum, vandamálalausum samböndum við aðra.
Byggt í vísindum: L.E.T. mannauðslíkanið er grundvallað á áreiðanlegum, virtum grundvallaratriðum og virtum rannsóknum á mannlegri hegðunar. Færnin og aðferðirnar hafa verið staðfestar með tímanum og aftur og aftur í gegnum áratugi. Þetta er ekki "nýjar kenning" eða "óprófaðar", allt í hugmyndafræðinni hefur verið kennt, æft og staðfest á þúsundum vinnustaða yfir áratugi.
Byggð á æfingum: Markmiðið með starfsþjálfun er ekki að fylla út skýrslur, skoða PP kynningar eða vinnubækur fullar af efni, flettitöflur og samvinnu æfingar; markmiðið er að byggja upp hagnýtar færni. L.E.T. leggur mikla áherslu á að byggja upp færni sem krefst þjálfunar í vinnustofu, þessi færni fær mikla athygli. Þátttakendur fara í gegnum þessa færni, æfa hana í alvöru samtölum, fá uppbyggilega endurgjöf og byggja hana upp skref fyrir skref. Færni tekur tíma og aðhald; L.E.T. kafar djúpt niður í raunhæfa þætti af þessarri færni sem hægt er að öðlast og þróa innan þeirra tímamarka sem eru í L.E.T. starfsþjálfun og nýir aðilar sem útskrifast fá reglulega hvatningu þegar þeir hverfa aftur til starfa.
Alhliða notagildi: Ólíkt mörgum starfsþjálfunum, þá er L.E.T. ekki færni sem er er bundin við vinnustað. Í raun er þetta einn af hennar einstöku grundvallar styrkleikum. Sömu færni eins og virka hlustun er hægt að nota til að fækka vandamálum á milli tveggja samstarfsaðila og til að minnka spennu milli systkina.
Hagnýt: Ólíkt mörgum öðrum verkefnum, starfsþjálfunum og námskeiðum, þá gerir L.E.T. mannauðslíkanið ekki kröfu til að þátttakendur verði sérfræðingar í "lesa" annað fólk. L.E.T. krefst þess ekki að þátttakendur leggi á minnið persónuleikasnið eða að þurfa að muna að hafa samskipti við ákveðna aðila á þann hátt sem þeir vilja. L.E.T. gerir ekki kröfu um að þátttakendur verði sérfræðingar í sálfræði, áhugasamir félagsfræðingar, mannfræðilegir spekulantar eða þurfi að hegða sér á annan hátt en það vill og kann. L.E.T. þróar einfaldlega sérfræðiþekkingu í þröngum, mjög árangursríkum samskiptum og lausn á vandamálum byggt á samúð og sjálfstæði.
Sýnileiki og ábyrgð: Það sem er kannski mikilvægast af öllu, er að L.E.T. gerir ekki kröfu til þekkingar eða þátttöku undirmanna til að "þetta virki". Þeir sem læra L.E.T. færni eru bara ábyrgir fyrir eigin hegðun og hafa í lok þjálfunar innleitt þann skilning. Á sama tíma geta aðrir aðilar á sama vinnustað sem hafa lært L.E.T. færnina, séð þegar einhver hefur gleymt að nota þessa færni. Slík sýnileg skilyrði er náttúrulegt tækifæri til að styrkja sig í að æfa þessa færni og leið til að efla bæði starfsþjálfun og "heilbrigðan jarðveg í samskiptum". Á þennan hátt skapar L.E.T. eigin sýnileika, verður sjálfstætt styrkjandi, og heldur áfram að gefa löngu eftir að starfsþjálfun er lokið, nærandi fræ sem skapa gestrisni og heilbrigt og traust umhverfi til að læra áfram.
Hefur þú, fyrirtækið eða stofnunin áhuga á að vita meira um hvernig L.E.T. getur bætt R.O.I. í fjárfestingu í vandaðri og góðri starfsþjálfun?