Við sem stöndum að Gordon Training Iceland höfum sett okkur svo stór markmið um breytingar á íslensku samfélagi að kalla mætti byltingu. Við ætlum að leggja grunn að því að breyta samskiptaháttum á Íslandi og skapa þannig betra og skilvirkara samfélag. Við erum öll markþjálfar og höfum lokið eða erum að ljúka alþjóðlegri vottun sem LET leiðbeinendur.
Í hverju skyldi þessi bylting svo vera falin? Grunnþátturinn hjá okkar er að nota LET hugmyndafræði Gordon Training International (LET mannauðslíkanið) til að bæta samskipti og auka samstarf og samráð á öllum sviðum samfélagsins. Byrja í fyrirtækjum og stofnunum, leggja síðan grunn að breytingum í skólaumhverfinu og innleiða þetta svo inn í uppeldisumhverfið. Leggja áherslu að því loknu á einstaklinga og unglinga.
Þetta verkefni snýst um svara þeirri þörf sem samfélagið kallar á um að breyta miðlægðum stjórnunarháttum í samráð og samvinnu. Samfélög á Vesturlöndum hafa í gegnum tíman snúist um miðlæga stjórnun í pólitík, atvinnuumhverfi, menntastofnunum og jafnvel heimilum þar sem húsbóndinn hefur stjórnað helstu áherslum. Í nútímaþjóðfélögum er sífellt að aukast ákall á samráð, samvinnu og jafnrétti á öllum sviðum og eftirspurn eftir stjórnendum og leiðtogum með mikla tilfinningagreind fer sívaxandi.
Samantekt rannsókna í áratugi sýna að þegar byggt er á samráði, samvinnu og samskiptahæfni, skilar það meiri framleiðni hjá fyrirtækjum, aukinni þáttöku almennings í samfélasgmálum, árangursríkara uppeldi hjá börnunum okkar og almennt betra og skilvirkara samfélagi. Íslendingar eru til dæmis með nokkuð minni framlegð á hvern starfsmann miðað við hin norðurlöndin og með því að innleiða samráð, samvinnu og samstarf í atvinnulífinu, væri hugsanlega hægt að bæta þessa stöðu verulega.
Gordon Training Iceland byggir sitt umhverfi á alþjóðlega umhverfinu hjá Gordon Training International sem stofnað var fyrir um 50 árum. Stofnandi þess var sálfræðingurinn Thomas Gordon sem hefði orðið 100 ára á þessu ári, ef hann hefði lifað. Hann er í dag þekktur um allan heim fyrir sína hugmyndafræði og öflugur brautryðjandi í samskiptafærni og lausn á samskiptalegum vandamálum. Hann er höfundur fjölda bóka um þessa hugmyndafræði sem þýddar hafa verið á 28 tungumál og seldar í 7 milljón eintaka um allan heim. Margir hér á landi muna eftir Hugó Þórissyni og hans áherslum í uppeldi barna, en hann byggði einmitt á humyndafræði Thomas Gordon.
Í hugmyndafræði Thomas Gordon er boðið upp á einstakan ramma í hegðunarmynstri, sem gerir fólk hæfara til að nema hvernig hegðun og samskiptafærni er viðeigandi í hverju tilfelli og til að ákveða hvenær og hvar á að nota þetta. Skorað er á viðvarandi hegðun og fólki gert mögulegt að sjá og viðurkenna eigin slæmu venjur, læra hvað á að gera í staðinn og hvernig á að forðast að endurtaka mistök.
Í LET hugmyndafræðinni eru hagnýt og öflug verkfæri: Virk hlustun, Ég-skilaboð, hvernig á að skipta um samskiptaleið, leið til að forðast samskiptaleg átök og aðferð til að leysa átök þannig að allir séu sáttir. Samræmi og viðeigandi notkun þessara verkfæra er mjög áhrifaríkt til að byggja upp traust og margir nota þetta sem grundvöll fyrir þróun í hópverkefnum. Þetta virkar vel þegar skortur á trausti er í samskiptum.
Í LET hugmyndafræðinni lærir fólk að greina á milli þarfa og lausna í samskiptalegum átökum. Ein hindrunin er tilhneigingin til að standa fast á sinni eigin lausn og í LET hugmyndafræðinni lærir þú að sigrast á þessari hindrun. Lögð er áhersla á skýrleika í samskiptum og að hvetja fólk til að fá fram staðreyndir áður en að það býr til ákveðnar forsendur, stekkur á ákveðna niðurstöðu, sér ekki sjónarmið annarra eða notar sína orku á óviðeigandi hátt. Það þarf að hlusta vel á aðra segja frá sínum vandamálum til að skilja um hvað þau raunverulega snúast.
Tilfinningagreind (e. emotional intelligence) er hugtak sem á rætur sínar að rekja til tveggja bandarískra sálfræðinga, þeirra Johns Mayers við Háskólann í New Hampshire og Peters Saloveys við Yale-háskóla. Samkvæmt þeim vísar tilfinningagreind meðal annars til hæfni fólks til að þekkja, skilja og hafa áhrif á eigin tilfinningar. Tilfinningagreind er samkvæmt Daniel Goleman samsett úr fimm lykilþáttum:
Hæfni til að þekkja eigin tilfinningar ásamt skilningi á tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar.
Hæfni til að stjórna eigin tilfinningum, til dæmis til að bæta eigin líðan.
Hæfni til að setja sig inn í ákveðið tilfinningalegt ástand og vilja til að ná árangri.
Hæfni til að skynja, þekkja og taka tillit til tilfinninga annarra.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Lýsing Daniel Goleman á tilfinningagreind er umdeild, en má nota sem ákveðinn grunn. Samkvæmt þessu má álykta að samskiptafærnin í LET hugmyndafræðinni byggi upp sterkan grunn í þeirri hæfni sem talin er upp hér að framan til að þekkja, skilja og hafa áhrif á tilfinningar sínar og annarra. Reynsla þeirra sem hafa innleitt og notað LET hugmyndafræðina staðfestir þetta.
Í grunninn má álykta að undirstaða vellíðan og hamingju í samfélaginu byggi á þeirri samskiptafærni og tilfinningagreind sem er að finna í hugmyndafræði LET. Þegar fólk í grunninn byggir sín samskipti á hluttekningu, skilningi, virðingu og ábyrgð, skilar það betra tilfinningalegu jafnvægi og er grunnurinn að hamingju og vellíðan. Starfsfólk sem hefur áhrif á sitt nærumhverfi og finnst það vera metið að verðleikum, leggur sig meira fram og skapar meiri arðsemi. Skólaumhverfi þar sem nemendur finna að umhverfið styðji við sína hugsun og löngun, skilar betri einstaklingum út í samfélagiðog virkjar nemendur til að ná meiri árangri. Börn sem alast upp í samráðsumhverfi og eru vön að rökræða við sína foreldra, hafa enga þörf fyrir uppreisnarástand á unglingsárum.