Hvernig passar Maslow líkanið við Gordon líkanið?

 

 

Það þarf að skilja stigveldislegar þarfir Maslow stigans til að gera sér grein fyrir að við höfum öll einhverjar grundvallarkröfur sem nauðsynlegt er að uppfylla til að lifa af vegna heilsu okkar og vellíðan og skilja síðan að hegðun okkar sé ætlað að uppfylla þessar þarfir. Þetta hjálpar þér við að sjá eigin hegðun og þarfir ásamt mismunandi viðmiðunarmörk fólksins sem þú býrð og starfar með. Í stað þess að merkja hegðun sem "slæma" eða "eigingingjarna", má líta á þetta sem "þarfagreiningu".

 

Þegar þú hefur þessar samskiptaupplýsingar og hefur öðlast hæfileika til að eiga við samskiptaleg átök, ertu komin með ómetanleg verkfæri til að uppfylla margar af þessum þörfum, sérstaklega á stigi 3 til 5 í Maslow stiganum.

 

Aðalmarkmið Gordon hugmyndafræðinnar er að stækka þitt „ekkert vandamála svæði“ í samskiptum þínum á vinnustað, heima og með vinum og öðrum. Á margan hátt virkar umhverfið í „engin vandamál svæðinu“, þannig að þar getur þú unnið og lifað þínu lífi til fullnustu og snýst mjög mikið um að vera í 4. stigi Maslow.

 

Virk hlustun er nauðsynleg kunnátta, bæði til að hjálpa þér og að auðvelda öðrum að komast í samband við raunverulegar undirliggjandi þarfir. Þegar þú getur hlustað á sjálfan þig og tekið á móti tilfinningum þínum og þörfum að fullu, frelsarðu sjálfan þig til að halda áfram að vaxa og þróast. Ennfremur leiðir góð sjálfsmynd til þess að samþykkja aðra eins og þeir eru - án þess að dæma - og gefa þeim sama tækifæri.

 

Jafn mikilvægt fyrir þig er að hafa hæfni til að tjá þínar tilfinningar og þarfir á skýran og samhljóða hátt þannig að þú getir haft góða sjálfsvirðingu, verið ekta og getir haldið áfram að uppfylla þín markmið í lífinu.

 

Þegar þú ert í góðu sambandi við aðra, getur þú tjáð þig og hlustað með samúð og skilning og beitt þinni færni til að bera kennsl á raunveruleg þarfir fólks, þannig að hægt sé að leysa átök og halda stöðunni síðan án átaka.

 

Taktu nokkrar mínútur til að meta hvar þú ert á Maslow stiganum á þessum tímapunkti. Hugleiddu þetta einnig varðandi fólkið sem þú býrð og starfar með og á hvaða stigi þeir eru/gætu verið. Notaðu þessa nýja vitund þegar þú tekur daglegar ákvarðanir um eigin líf og eins í öllum tengslum við fjölskyldu, vini og samstarfsfólk.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Ármúla 4-6

108 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON