Það er mikið mál fyrir starfsfólk að læra nýja færni

 

Áður en farið er í verkefni sem miða að því að bæta árangur í þínu fyrirtæki, þarftu að tryggja að stjórnendur og starfsmenn séu með grundvallar samskiptafærni og hæfileika í stjórnun.

 

Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest að samstarf, samskipti, mannleg færni, hlustun og að samræma slíka færni eru mikilvægt til að hámarka árangur. Í bók sinni “The Leadership Challenge” skrifuðu Kouzes og Posner, "Sérhver leiðtogi ætti að vita hvernig á að umorða, draga saman, tjá tilfinningar, birta persónulegar upplýsingar, viðurkenna mistök, svara ekki varnarlega, biðja um útskýringar eða fara fram með mismunandi skoðanir. "

 

Þessi hæfni er í grunninn það sem kallað er tilfinningagreind. Að rækta þetta í stjórnendum og starfsmönnum er lykillinn að öllum þeim ávinningi sem fæst með þjálfun og þróun. Fyrirtæki sem er fært um að miðla þekkingu og reynslu á virkan hátt á milli mismunandi stiga í fyrirtækinu og getur stjórnað átökum á skapandi og skilvirkan hátt, er tilbúið til að fara í öflug verkefni og skila árangursríkri framkvæmd.

 

Fjögur stig til að læra nýja færni

Það er sama hvaða nýju færni við ákveðum að læra, það eru alltaf fjögur stig sem allir þurfa að fara í gegnum. Að vera meðvitaður um þessi stig hjálpar okkur við að meðtaka að nám getur verið hægfara og oft óþægilegt ferli.

 

Stig 1 - Ómeðvituð óhæfni. Við þekkjum ekki hvað við vitum ekki. Okkur er ókunnugt um það.

Ef stjórnendur beita þessu í samskiptalegri nálgun getur það skaðað tengsl við starfsmenn, án þess að þeir séu meðvitaðir um það.

 

Stig 2 - Meðvituð óhæfni. Við þekkjum það sem við vitum ekki. Á þessu stigi byrjum við að átta okkur á hversu illa við erum að gera eitthvað og það sýnir okkur hversu mikið við þurfum að læra.

Þegar fólk tekur þátt í LET þjálfun verður það meira meðvitað um bæði árangurslausa og árangursríka þætti í samskiptum. Fólk verður meðvituð um það hvernig flestir bregðast venjulega við þegar aðrir sýna að þeir hafi vandamál og þeim neikvæðu áhrifum sem "Roadblocks" getur haft á samskipti. Það upplifir líka aflið í virkri hlustun. Það lærir einnig um mikilvægi skýrleika og beina samskiptamiðlun sem valkost við óbein eða árásargjörn samskipti. Á þessu stigi, er það samt ekki enn farið að nota þessa hæfni. Það gæti einnig upplifað sektarkennd þegar það áttar sig á hvaða áhrif fyrri samskipti þeirra höfðu á aðra.

 

Stig 3 - Meðvituð hæfni. Reynt á kunnáttu, tilraunir gerðar og nýir þættir æfðir. Við vitum nú hvernig á að nota þessa hæfni á réttan hátt, en þurfum að hugsa og vinna hörðum höndum að því að gera það.

Á þessu stigi við að læra samskiptahæfni, er fólk mjög meðvitað um að nota hana. Það reynir að koma í veg fyrir erfiða og skaðandi þætti í samskiptum og hlustar í staðinn á virkan hátt. Þetta þýðir að það bítur oft í tunguna! Fólk er líka þarna mjög meðvitað um að reyna að tala með skýrum og beinum hætti og án ásakana þegar það tjáir sínar skoðanir, þarfir og vandamál. Þegar ágreiningur kemur upp er þeirra markmið að reyna að finna lausn sem virkar fyrir báða aðila. Stundum gæti öðrum fundist að verið sé að nota einhverskonar brögð með því að nota þessa hæfni og skynja jafnvel að það sé verið að senda mismunandi skilaboð.

 

Stig 4 - Ómeðvituð hæfni. Ef við höldum áfram að æfa og beita þessari nýju hæfni, komumst við með tímanum á það stig þar sem það verður auðveldara og jafnvel eðlilegt að nota þetta.

 

Þegar fólk venst því að nota þessa hæfni byrjar því að líða vel með það. Núna er virk hlustun, sjálfsskoðun og að enginn tapi í samskiptum farið að virðast meira eðlilegt. Aðrir bregðast núna vel við vegna þess að þeim finnst hlustað á sig, þeir upplifa skilning, fá þakklæti og þar með sínum þörfum meira fullnægt. Fólk finnur síðan að það getur notað þessi hæfni á öllum sviðum í sínu lífi og smám saman samþættast þetta inn í öll þeirra samskipti og verður náttúrulega leið til að eiga samskipti við aðra.

 

* Þetta líkan í námstækni var þróað af fyrrverandi Noel Burch starfsmanni Gordon Training International fyrir 30 árum síðan.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON