top of page

LET mannauðslíkanið skilaði betra starfsumhverfi við dómstólinn í Texas


Þegar fólk hefur upplifað Gordon hugmyndafræðina (LET, Synergistic Selling, CRW og fleira) sér það að þetta virkilega virkar - og að þetta hjálpar fólki, fyrirtækjum og stofnunum að afkasta meiru.

Hlustaðu á það sem verið er að segja - ekki vegna þess að fólk sé með góðan vitnisburð, heldur vegna þess að það er að deila innsýn og visku sem er góð áminning!

"Vinnustaður okkar er okkar heimili að heiman, sem þýðir að samstarfsfólk og viðskiptavinir verða okkar heimilisfólk að heiman, með góðu og illu og öllu þar á milli. Menningarmunur okkar hjálpar síðan við að vefa samvinnuumhverfi okkar starfsumhverfis. Í fullkomnum heimi geta hæfileikar okkar til að eiga góð samskipti hvert við annað bætt þetta starfsumhverfi. LET virkar sem frábær hugmyndafræðileg leið til að eiga góð samskipti og hjálpar okkur að eiga við betur við slæm og góð samskiptaleg málefni þar sem fólk vinnur með fólki.

Að byðja fólk um að taka þátt í þriggja daga starfsþjálfun sem gerir miklar kröfur til virkrar hlustunarhæfni, virðist dálítið óraunhæft. Hvernig færðu fólk til að vinna í grundvallaratriðum í samskiptum þegar margir þekkja ekki eða vilja ekki þekkja þær hindranir sem þeir hafa í núverandi samskiptum sínum?

Að losa sig við slæmar samskiptavenjur og innleiða nýja færni er gríðarleg vinna. Í gegnum árin á mörgum námskeiðum sem ég hef tekið þátt í, hafa margir aðilar lýst yfir tortryggni eða tregðu til að sækja ný námskeið, eingöngu til að verða enn einn áhugasamur þátttakandi.

LET tekur í byrjun lítil skref til að upplýsa þátttakanda ásamt því að þróa og endurskoða grunnatriði í samskiptalegri færni með gagnvirkum æfingum og umræðum um leið og útskýrt er hvað og hvernig samskipti eru að virka.

LET færði mér góðan lærdóm og aukna virðingu og skilning gagnvart fólkinu sem ég starfa með. Sambönd voru dýpkuð, sárindi voru löguð og vinskapur myndaðist hjá mörgum þeirra sem tóku þátt í LET. Þetta er ekki orðinn fullkomin heimur, en LET hjálpaði vissulega við að færa okkur nær því að sýna hvert öðru meiri virðingu og skapa betra starfsumhverfi. "

Starfsmaður, Federal Court System, Texas


bottom of page