top of page

Niðurstöður Harvard Business Rewiev segja LET mannauðslíkanið sé líklegra til árangurs!


Fyrirtæki og stofnanir eru að eyða miklum fjármunum árlega í starfsþjálfun, en eru því miður ekki alltaf að fá þá fjárfestingu til baka. Að stærstum hluta er starfsþjálfun ekki að skila betri stjórnun, starfsháttum eða aukinni virkni hjá starfsfólki, þar sem það tekur fljótlega aftur upp fyrri starfshætti þegar það kemur til baka að lokinni starfsþjálfun.

Starfsþjálfun sem hefur það að markmiði að efla virkni og vöxt til lengri tíma er alltaf eftirsóknarverð. Starfsfólk er líka yfirleitt áhugasamt um að bæta við sig þekkingu og færni sem hjálpar því í þeirra starfsframa. Til viðbótar þessu, þá er mikið úrval af góðri og vandaðri starfsþjálfun á markaðnum hér á landi.

Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum á árinu 2011 voru 75% millistjórnenda ekki ánægðir með starfsmannaþjálfun í sínu fyrirtæki. Aðeins einn af hverjum fjórum taldi hana skila þeim betri stöðu. Áratuga rannsóknir sýna hvers vegna þessar starfsmannaþjálfanir virka ekki, en þær upplýsingar virðast því miður ekki skila sér inn í fyrirtæki og stofnanir.

Þessi slæma fjárfesting fyrirtækja og stofnana í starfsþjálfun stjórnenda er ekki eina málið því almennir starfsmenn eru nefnilega líka tortryggnir. Stjórnendur telja sér trú um að verið sé að innleiða raunverulegar breytingar, en hinn almenni starfsmaður veit betur. Það eru tvær ástæður fyrir þessu:

  1. Í fyrsta lagi sjá stjórnendur starfsumhverfið sem hóp af fólki, en ekki sem sjálfstæða einstaklinga. Starfsþjálfun er þess vegna byggð á stefnumótun almennt um þarfir fyrirtækisins heilrænt, en ekki þörfum þeirra einstaklinga sem starfa í umhverfinu. Stjórnendur halda síðan að breytingar í stjórnun innan fyrirtækisins fylgi í kjölfarið á þessari röngu stefnumótun.

  2. Í öðri lagi finnst þeim sem stjórna fræðslumálum í starfsumhverfinu erfitt að takast á við eldri stjórnendur varðandi óþægilega staðreynd: Mistökin í að virkja stefnu og breyta skipulagi í hegðun á ekki rætur að rekja í hegðun einstaklinga, heldur í stefnu og aðgerðum hjá yfirstjórn fyrirtækisins eða stofnunarinnar.

Venjuleg rökfræði

  • Vandamál í stjórnhegðun og virkni eru vegna áhrifa einstaklinga.

  • Að bæta færni, þekkingu og hæfileika og hegðun eflir skilvirkni og árangur.

Árangursríkari rökfræði

  • Vandamál í stjórnheguðun og virkni eru vegna illa hannaðrar og óvirkrar stjórnunar

  • Að breyta stjórnun í að styðja við og gera kröfu til nýrrar hegðunar mun virkja lærdóm og efla skilvirkni og árangur.

Svo…

Markmiðið fyrir breytingar og þróun byggir á einstaklingum.

Aðal markmiðið fyrir breytingar og þróun byggir á stjórnun og að fylgja því síðan eftir með þjálfun fyrir einstaklinga.

  • Vandamálið Fyrirtæki og stofnanir eyða hundruðum milljóna í starfsmannaþjálfanir sem ekki skila árangri.

  • Ástæðan Ákveðnar hindranir í starfsumhverfinu koma í veg fyrir að starfsfólk geti innleitt og notað það sem það lærir, þrátt fyrir það hversu klárt og áhugasamt það er.

  • Lausnin Byggja þarf upp virkt starfsumhverfi fyrir lærdóm og vöxt starfsmanna til lengri tíma. Byrja á stjórnendum og byggja þetta síðan markvisst upp fyrir alla starfsmenn.

Það eru sex atriði sem þarf til að starfsfólk geti notað nýja þætti í starfsmannaþjálfun að henni lokinni:

  1. Eldri stjórnendur skilgreini og sjái skýr gildi í þeirri stefnumótun sem fyrir hendi er.

  2. Eftir að hafa safnað saman nafnlausum athugunum og innsýn frá stjórnendum og starfsmönnum, þarf hópurinn að greina mögulegar hindranir á framkvæmd á nýrri starfsþjálfun. Síðan þarf hópurinn að endurskilgreina hlutverk, ábyrgð og sambönd í umhverfinu sem þörf er á til að sigrast á hindrunum sem standa í veginum fyrir breytingum.

  3. Dagleg þjálfun og ferli í ráðgjöf eftir nýja starfsþjálfun hjálpar starfsfólkinu að verða skilvirkara í þessu nýja umhverfi.

  4. Fyrirtækið eða stofnunin setji reglulega inn þá viðbótarþjálfun sem þörf er fyrir til að ná árangri.

  5. Árangur í að breyta hegðun sé mældur með mælikvörðum fyrir einstaklinga og samkvæmt ákveðnum grunni um árangur.

  6. Kerfi fyrir val, mat, þróun og eflingu á færni er sífellt endurmetið til að endurspegla og viðhalda þeim breytingum á hegðun sem átti að ná fram. Vandamálin þarf að greina í trúnaði í grunnlagi í umhverfi starfsfólksins til að fá fram faldar hindranirnar sem koma í veg fyrir að ná árangri.

LET mannauðslíkan Gordon Training International uppfyllir flest þessi atriði hér að framan. Í byrjun er beitt grunngreiningu og stöðumati sem innleiðingin á starfsþjálfun byggir síðan á. Síðan er framkvæmd reglulega greining til að meta árangur og viðbótarþjálfun sett inn samkvæmt niðurstöðu hverju sinni.

Efnið í þessari grein byggir að hluta á tilvísunum í grein sem birtist í tímaritinu Harvard Business Review í október 2016. Linkur á grein: Sjá


bottom of page