top of page

LET mannauðslíkanið jók framleiðslugetu Honeywell um 330%


Geta stjórnendur verið svo mikið vandamál að þeir standi í veginum fyrir árangri. Þetta sannaðist í tölvufyrirtækinu Honeywell International sem framleiðir íhluti í tölvur, en framleiðsla fyrirtækisins var ekki nógu mikil til að standa undir daglegum rekstrarkostnaði. Mikla vinnu var búið að leggja í greiningar og úttektir til að finna leið til að auka framleiðni, en ekki tekist að finna réttar leiðir til að ná meiri árangri.

Allt í einu kom í ljós að framleiðni á vörum hafði aukist um 20% tvo daga í röð. Þegar þetta var skoðað nánar komu athyglisverðir hlutir í ljós. Þessa tvo daga hafði mikill meirihluti millistjórnenda verið á LET samskiptafærni vinnustofu og bara að hafa þá ekki á staðnum hafði skapað þessa framleiðni aukningu.

Þetta gaf til kynna hversu vanhæfir stjórnendur fyrirtækisins höfðu verið og þetta uppgötvast nánast fyrir tilviljun. Eftir að hafa greint ástæðuna sem klárlega var vegna vandamála í stjórnun og samskiptum, var ákveðið að setja alla starfsmenn fyrirtækisins á LET vinnustofu, ekki bara millistjórnendur.

Niðurstaðan eftir að allir starfsmenn höfðu farið á LET vinnustofu var framleiðni aukning upp á 330% með sama fjölda starfsmanna (eftir 12 til 18 mánaða tíma). Þessi saga segir allt um það hversu miklu máli skiptir að hafa gæði í samskiptafærni í lagi. Í þessu tilfelli voru umskiptin svo mikil að fyrirtæki sem var á leiðinni í gjaldþrot, breyttist í eitt arðbærasta fyrirtækið í sinni grein.

Tilvísun í grein William D. Stinnett, Ph.D


bottom of page