top of page

Samskiptafærni skilar meiri starfsframa og hærri launum


Samskiptin við foreldra í uppeldi og samskipti við skólafélaga og vini á unglingsárum móta þau viðhorf og gildi sem þú byggir á inn í fullorðinsárin. Þú ert að eiga samskipti á hverjum degi, allt árið alla æfina. Þessi samskipti leggja grunnin að því sem þú færð í lífinu. Samskipti þín á fullorðinsárum byggja á þessum gildum og viðhorfum.

Aukin áhersla á samráð í samskiptum

Samfélagið hefur um langan tíma byggt á miðstýringu og sem dæmi um þetta er fjölskyldan þar sem húsbóndinn ræður hlutunum, skólastjórninn sem stjórnar skólamálunum og forstjórinn sem stjórnar vinnustaðnum. Sem betur fer hefur þetta mikið breyst síðasta áratuginn og samráðsuppeldi er nú að koma meira og meira hjá foreldrum, skólarnir eru að þreifa sig áfram með fjölbreyttari nálgun í samskiptum og eigendur fyrirtækja eru að sjá að samráðsstjórnun eflir virkni og sköpun í starfsumhverfinu og að þannig séu allir að hagnast, starfsfólk, rekstrarumhverfið og ekki síst samfélagið í heild.

LET kennir aukinn skilning og virðingu LET hugmyndafræðin sem Thomas Gordon þróaði í gegnum 40 ára er öflugt umhverfi sem færi þér grunnfærni í samskiptum við aðra. Þar lærir þú að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, að nota virka hlustun og fara með ágreiningsmál í samskiptaferli sem skilar góðri niðurstöðu fyrir alla sem að málinu koma. Í þessu umhverfi lærir þú líka að sjá þegar aðrir hafa gildi eða viðhorf sem ekki samræmast þínum og að það sé í lagi að tveir aðilar hafi mismunandi sýn á mál í þessu.

Sérhannað umhverfi sem skilar fólki meiri árangri á öllum sviðum LET hugmyndafræðin er sérhannað umhverfi fyrir stjórnendur og starfsfólk í fyrirtækjum og stofnunum, en grunnþættir hennar eiga í raun við allstaðar í umhverfinu s.s. í hjónabandi, fjölskylduumhverfi, vinahóp eða starfsumhverfi. Ef þú tileinkar þér þessa hugmyndafræði muntu eiga í betri samskiptum á öllum sviðum og ná ákveðnu jafnvægi í tilfinningum. Þú munt upplifa minni tilfinningalega tengingu við einstök málefni sem þú ræðir við aðra um og finnast allt í lagi að tillögur annarra séu stundum betri en þínar eigin. Það verður minni togstreyta í öllum samskiptum og meiri skilningur á því að ná bestu niðurstöðu fyrir báða eða alla þá aðila sem þú átt í samskiptum við.

Þeir sem eru góðir í samskiptum ná lengra Ef þú vilt fá betra starf, meiri starfsframa eða hærri laun fyrir þína vinnu, þá getur samskiptafærnin í hugmyndafærnin í LET fært þér betri stöðu til að ná því fram. Það er bara þannig að þeir sem eru góðir í samskiptum, ná lengra. Við þekkjum öll samstarfsfólk sem við höfum séð komast í betri stöðu, inn í verkefnahópinn eða jafnvel í starf sem yfirmaður. Stundum veistu að þú hefur betri tæknilegri þekkingu til að fara í þetta og finnst það ekki metið að verðleikum. Þú fær stundum á tilfinninguna að þetta fólk kjafti sig áfram, eins og það er stundum kallað. Þetta fólk hefur hugsanlega meiri samskiptafærni en þú. Ef þú bætir þína samskiptafærni og það bætist við þá tæknilegu þekkingu sem þú hefur, þá áttu jafnvel meiri möguleika en sá aðili sem þér fannst kjafta sig áfram.


bottom of page