Manstu síðast þegar þú varst í návist einhvers sem lét þér líða eins og þú væri mjög mikilvæg/ur? Þú manst líklega eftir þessu þar sem þessi aðili hafði raunverulegan áhuga á þér og því sem þú varst að segja. Þetta hafði mikil áhrif vegna þess að þér leið vel eftir samtalið.
Þetta er eithvað sem sumir kalla „útgeislun“. Sumir hafa þetta og þú finnur strax hverjir, vegna þeirra útgeislunar sem þeir koma með inn í herbergið. Útgeislun getur ekki verið óekta og þú þekkir líklega eithvað af fólki sem raunverulega hefur þetta.
Fólk vill vera í kringum annað fólk sem er með svona útgeislun. Það dregst að því og vill vera í náðinni hjá því. Þessi útgeislun gerir þetta fólk að náttúrulega góðum leiðtogum.
Vegna þess að:
Það hlustar: Nánar tiltekið, það æfir virka hlustun; Að vera samstillt við þann sem það talar við og viðurkenna það sem það eru að heyra með munnlegum og ómunnlegum viðbrögðum meðan þeir halda augnsambandi. Það tengir viðmælanda (þann sem talar) við sig og gefur viðmælanda fullvissu um að það sé að skilja.
Það spyr af innsæi: Þetta fólk sýnir starfsfólki að það hefur raunverulega áhuga á því sem það hefur að segja og vill læra meira.
Það býður upp á skýrar og ítarlegar athugasemdir: Þetta eru stjórnendur sem ekki sykurhjúpa hlutina með uppbyggjandi gagnrýni. Þeir eru fljótir að viðurkenna vel unnið starf og þeir eru líka fljótir að veita verðmæta leiðsögn þegar þeir sjá veikleika.
Það sýnir virðingu fyrir þeim sem það er að hlusta á, án tillits til stöðu eða orðspors: Þetta fólk er ekki egóistar. Það er ekki ráðandi eða gefur til kynna að það sé eithvað betra. Það lifir lífinu til að reyna að læra eitthvað frá öllum sem það á samskipti við.
Það gefur fólki óskipta athygli: Með öðrum orðum, þegar það talar við þig eru það ekki að horfa á tölvupóst, á netinu eða lætur ekki aðra trufla samtalið við þig og síðast en ekki síst er vitsmunalega viðstatt.
Það beinir sviðsljósinu á sitt starfsfólk: Frábærir stjórnendur skilja að fólk getur aldrei fengið nógu mikla viðurkenningu. Þegar viðurkenning er gefin, hefur það hvatir til að gefa slíka viðurkenningu aftur og aftur.
Það ræðir ekki mistök annarra: Frábærir stjórnendur eru þeir sem starfsmenn geta komið til og vitað að þeirra samtal verði hundrað prósent trúnaðarmál. Starfsmenn vita líka að þeirra mistök eða vandræði munu aldrei leka út. Frábærir stjórnendur hafa skilning á reisn.
Það viðurkennir eigin mistök: Frábærir stjórnendur vita að það er mikilvægt fyrir aðra að vita að þeir eru mannlegir og geri mistök eins og allir aðrir. Þeir munu aldrei hegða sér eins og þeir viti allt, nota mistök sín til að kenna öðrum það sem lífið hefur fram að færa og að mistök séu nauðsynleg til að læra.
Fólk með útgeislun er sjálfsmeðvitað og skilur að listin að byggja upp sterk ævilöng sambönd felur í sér að koma vel fram og finna það besta í öðrum.