Stefnumótun í starfsþjálfun skilar meiri verðmætasköpun

March 21, 2018

Hafa stefnumótun og áætlanir um árangur.

Að vera með skipulagða starfsmenntun stuðlar að því að fjölga markvisst reyndum og hæfum starfsmönnum til að taka vel á öllum þáttum í starfsumhverfinu. Með því að auka og efla færni starfsfólksins er einnig dregið úr áhættu á því að starfsmenn líti á það sem "eftirsóknarvert" að fara frá fyrirtækinu eða stofnuninni. Starfsþjálfun sem byggir á markvissri stefnumótun og er ætlað að stuðla að árangri felur í sér þjálfun á leiðtogun, mótun um ákvarðanatöku, árangursríka stjórnun, samskiptalega færni og hlutverkahæfni í starfi.

 

Auka verðmæti starfsfólksins.

Skilvirka starfsþjálfun er hægt að nota til að "uppfæra" eða "fjölhæfa" starfsfólk. Uppfæring felur í sér að efla þekkingu starfsmanns á hans núverandi færni og fjölga þannig hæfum aðilum í hverju starfsumhverfi. Fjölhæfni er ferlið við að þjálfa starfsmenn í nýjum eða tengdum atferlisþáttum til að auka notagildi þeirra innan fyrirtækisins. Starfsmenn með fjölbreytta þekkingu og reynslu geta framkvæmt fleiri og ólík verkefni og skilað þeim betur og auðveldara inn í önnur starfsumhverfi í fyrirtækinu eða stofnuninni.

 

Draga úr álagi.

Fjárfesting í starfsþjálfun getur viðhaldið þekkingu og reynslu í starfsumhverfinu. Vel skipulögð starfsþjálfun skapar starfsumhverfi fyrir starfsmenn sem viðheldur varðveislu á þeim og  þeir leita þá síður að betri tækifærum annars staðar. Annar jákvæður þáttur er að með þessu má draga úr kostnaði við ráðningar á starfsfólki.

 

Auka skilvirkni í rekstrinum.

Þjálfun starfsmanna getur aukið skilvirkni þeirra og hækkað framleiðni hjá þeim í daglegum vinnubrögðum. Starfsþjálfun getur einnig hjálpað fyrirtækinu eða stofnuninni við að ná meira samræmi og stöðugleika í eftirliti og gæðum og lagt grunn að meiri árangri við að ná skipulagsmarkmiðum og markmiðum um hámarks framlegð og verðmætasköpun.

 

Setja staðla um vinnubrögð.

Þjálfun á starfsfólki til að ná bestu starfsvenjum í þeirri grein sem starfað er í, hjálpað við að byggja upp góðan orðstír og gefa samkeppnisaðilum verðuga samkeppni! Mörg fyrirtæki starfa á mettuðum mörkuðum þannig að það geta verið fáir þættir sem skila þeim umfram gæðum í viðskiptum sem þarf gagnvart samkeppnisaðilum.

 

LET getur lagt grunn að þinni stefnumótun í starfsmannafræðslu.

Góð samskipti eru grunnur í því að ná fram gæðum í starfsumhverfi og góðri þjónustu við viðskiptavini. LET árangurskerfið er hugmyndafræði þar sem lagður er grunnur að markvissri innleiðingu á betri samskiptum hjá starfsfólki, bæði innan starfsumhverfis og gagnvart viðskiptavinum. Í LET fræðsluumhverfinu er síðan hægt að halda utanum starfsmannafræðslu á einum stað í samræmi við heildarstefnumótun í starfsþjálfun.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Klukkurima 73

112 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON