top of page

LEIÐTOGUN - Forysta og tilfinningagreind


Þessi samantekt er minn úrdráttur og tilvitnanir úr bókinni Forysta og tilfinningagreind sem byggð er á greinunum í Harward Business Review.

Hvernig verður leiðtogi og árangursrík forysta til? – Daniel Goldman, Richard Boyatzis, Annie McKee

Stjórnenda (leiðtoga) hlutverkið er í eðli sínu af tilfinningalegum toga.

 • Hvað ef við myndum nýta okkar tilfinningalegu hæfileika heima fyrir, í hjónabandinu, við börnin okkar og í raun allstaðar í samfélaginu?

 • Hvernig væru skólarnir og börnin ef þessir hæfileikar væru innifaldir í menntuninni?

 • Hvernig væru vinnustaðir ef lögð væri áhersla á þessa hæfileika?

Hið tilfinningalega hlutverk stjórnanda er í eðli sínu grundvallaratriði. Það kemur á undan öllu öðru í tvennum skilningi:

 1. Það er upphafsverk forystunnar.

 2. Það er veigamesta hlutverk forystunnar.

Stjórnendur velja að:

 • hrósa eða hrósa ekki

 • gagnrýna á uppbyggjandi hátt eða niðurrífandi

 • bjóða fram sinn stuðning eða hunsa þarfir fóks.

Ef tilnefndum stjórnanda á hópi skortir hæfileika eða trúverðugleika til að stjórna á jákvæðum, uppbyggjandi og tilfinningalegum grunni getur hópurinn sem hann stjórnar hugsanlega fundið annan aðila í hópnum sem það fær til að sinna þessum þætti.

Fólk laðast að stjórnendur sem hafa þessa tilfinningagreind. Rannsóknir hafa sýnt fram á að bjartsýnir og áhugasamir stjórnendur eiga auðveldara með að halda fólki. Hver vill starfa fyrir geðvonskupúka!

Góður stjórnandi þarf að geta knúið fram nauðsynlega vinnu án þess að koma fólki úr jafnvægi að óþörfu. Þess vegna eru stjórnendur sem skapa slæman vinnuanda slæmir fyrir viðskipti og þeir sem koma á góðum starfsanda að stuðla að velgengni fyrirtækisins.

Hæfni á sviði tilfinningagreindar er ekki meðfædd, heldur eru það lærðir hæfileikar. Þeir hæfileikar sem ákvarða hvernig við stjórnum eru:

 1. Sjálfsvitund

 2. Sjálfstýring

 3. Félagsvitund

 4. Tengslastjórnun

Sá stjórnandi sem hefur til að bera marga styrkleikaþætti tilfinningagreindar getur verið mjög áhrifaríkur vegna þess að þá býr hann yfir sveiganleika til að takast á við allar þær fjölbreyttu skyldur sem fylgja því að reka fyrirtæki.

Fólk temur sér og lærir mest á unglingsárunum og fram yfir tvítugt. Þar eru lagðar frumtaugabrautir fyrir tilfinningavenjur. Það sem lærist svona snemma, eflir hæfnissvið eins og sjálfsstjórn og marksækni, samstarfshæfni og sannfæringarkraft. Það er hægt að tileinka sér þetta seinna á lífsleiðinni, en þá þarf áhuginn að vera fyrir hendi. Hæfileiki heilans til að mynda nýjar tengingar helst út lífið. Það krefst bara meira átaks og orku að læra eithvað á fullorðinsárum þar sem með nýjum lærdómi þarf þá að uppræta gróin mynstur .

Sá þáttur sem vegur þyngst við þróun á stjórnunarhæfileikum er sjálfsmiðaður lærdómur: að þróa eða efla vísvitandi hver maður er eða vill vera. Þetta krefst þess að að hafa sterka mynd af sínu draumasjálfi og rétta mynd af sínu raunverulega sjálfi – hver maður er núna.

Fólki sem tekst að breytast varanlega fer í gegnum eftirfarandi stig samkvæmt lærdómslíkani Richard Boyatzis:

 • Fyrsta uppgötvun Draumasjálfið – Hver vill ég vera?

 • Önnur uppgötvun Raunverulega sjálfið – Hver er ég? Hverjir eru styrkleikar mínir og veikleikar?

 • Þriðja uppgötvun Námsáætlunin mín – Hvernig get ég byggt upp styrkleika og bætt veikleika mína?

 • Fjórða uppgötvun Að gera tilraunir með og iðka nýja hegðun, hugsanir og tilfinningar til að ná tökum á þeim.

 • Fimmta uppgötvun Að þróa sambönd sem byggjast á stuðningi og trausti; sambönd sem gefa manni kost á að breytast.

Til að taka stöðuna á sjálfum sér, er gott að fara í gegnum eigin lígsreglur. Skoðaðu þau svið lífsins sem skipta þig mestu máli s.s. fjölskyldu, sambönd við annað fólk, starf, andleg viðhorf og líkamlega heilsa. Hver eru grunn gildin á hverju þessa sviða?

 1. Teldu upp fimm eða sex lífsreglur sem þú ferð eftir í starfi og einkalífi og íhugaðu hvort þú farir eftir þessum gildum eða lætur þér nægja að tala um þau.

 2. Skrifaðu svo eina til tvær blaðsíður um það sem þig langar að gera það sem eftir er æfinnar. Þú getur líka skrifað tölurnar frá 1 til 27 á blað og fyllt upp fyrir aftan þær þessar upplýsingar (engin forgangsröð, bara skrifa það sem dettur upp í hugann).

Að þessarri æfingu lokinni og þú hefur skoðað það sem þú skrifaðir, ættir þú að sjá mynstur sem hjálpar þér að sjá hverjir þínir draumar eru og hvað þú þráir raunverulega í lífinu.

Logan prófið sýnir þér líka stöðuna þína í dag:

 1. Vaknarðu á hverjum morgni, hlakkar til að takast á við daginn og vilt ekki sofa lengur en bráðnausynlegt er.

 2. Hlærðu jafnoft núna og þú gerðir áður?

 3. Skemmtirðu þér eins vel í einkalífinu og áður?

 4. Finnst þér jafn gaman í vinnunni og áður?

Ef vinnan, sambönd þín við fólk og lífið almennt vekur ekki hjá þér lífskraft og vonir um framtíðina er það líklega góð vísbending um að þú hafir misst tengslin við hið raunverulega sjálf þitt og mættir vel öðlast einhvern skilning á hvernig manneskja þú ert orðin.


bottom of page