Sumt af þeim útgjöldum sem við samþykkjum sem rekstrarkostnað í fyrirtækjum og stofnunum, er að greiða fyrir tíma þegar starfsmenn eru ekki virkir í starfi vegna veikinda eða eru ekki að vinna af fullri getu; þú ert að takast á við ágreining, ráða og þjálfa nýja starfsmenn og taka á þig kostnað vegna heilsutengdra mála.
Þennan kostnað má tengja við starfsfólk sem á í samskiptalegum vandamálum sem óhjákvæmilega eiga sér stað í miðstýrðum fyrirtækjum þar sem fólk hefur litla eða enga möguleika á að taka þátt í mótum á eigin starfsumhverfi.
Vaxandi vísbendingar gefa til kynna hversu kostnaðarsamt þetta vandamál er. Hér eru nokkur dæmi:
Miðstýrð stjórnun, þvinganir og slæm samskipti starfsfólks eru allt afleiðingar af streitutengdum vandamálum á vinnustað. (Convoke, ágúst 2003)
60% af fjarvistum eru vegna streitu. Ef fyrirtæki eða stofnun byggir á miðstýrðri stjórnun, er það mjög líklegt til að auka fjarvistir með tilheyrandi kostnaði. (Chrysalis, janúar 2003)
86% starfsmanna í hefðbundnum stjórnunarlega lagskiptum fyrirtækjum og stofnunum bregðast við með því að minnka gæði í sinni vinnu. (Linda Duxbury, Carleton University School of Business)
"Slæm stjórnun var jafn mikilvægur þáttur í sprengingunni á Columbia geimskutlunni og froðuklumpurinn sem gerði holuna í væng hennar ..." (New York Times, júlí 2003)
Hefur þú skoðað hversu miklu fjármagni fyrirtækið eða stofnunin eyðir við að takast á við stjórnunar og samskiptavandamál sem þessi?
Að stjórna með samráði eða miðstýringu
Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að fyrirtæki með samstarfs stjórnunarstíll standa fjárhagslega betur en þau sem byggja á miðstýrðum stjórnunarstíl. Fleiri og betri hugmyndir, frjálst flæði upplýsinga, betri ákvarðanir, meiri framleiðni, betri starfsandi, minni fjarvistir hefur verulega jákvæð áhrif á þessa niðurstöðu.
Fyrirtæki og stofnanir sem stuðla að þátttöku starfsmanna og frjálsu flæði upplýsingum standa marktækt betur en fyrirtæki sem eru að aðhyllast miðstýringu. (Lewin, 1988)
Tíu ára rannsókn á 30 fyrirtækjum sem birt var á árinu 1996 sýndi að " fyrirtæki og stofnanir sem ástunda góða samstarfsstjórnun skapa umhverfi sem dregur úr og jafnvel útilokar marktækt vinnustaðastreitu. Þau hafa líka hærri veltu, meiri hagnað, hraðari vöxt og meiri framlegð" (Dennis Kravetz, 1996)
Að gefa starfsfólki tækifæri til að taka fullan þátt í sínu starfsumhverfi, skilar minni veltu, aukinni framleiðni og betri afkomu. (Huselid og Becker, 1995)
Raunveruleg breyting sem nær um allt starfsumhverfið, krefst tilfærslu frá hefðbundnu miðstýrðu stjórnunarlíkani í þátttöku starfsfólks að lýðræðislegri fyrirmynd. Þessarri breytingu verður að fylgja eftir með starfsmannaþjálfun þar sem fólk lærir hvernig á að taka þátt í starfinu. Flestir hafa því miður ekki lært samstarf og samskiptafærni vegna þess að fjölskyldur okkar, skólar og vinnustaðir eru byggðar á miðstýrðri fyrirmynd.
Góðu fréttirnar eru að hægt er að breyta þessarri gömlu hegðun og læra samþættuð lausnamiðuð samskipti og átakafærni sem nauðsynleg er til að taka þátt í umhverfi sem byggir á samstarfsstjórnun. Mættu á kynningarfund hjá Gordon til að skoða LET hugmyndafræðinni, en hún byggir einmitt á innleiðingu á samskiptafærni og samráðsstjórnun sem tekur á þeim vandamálum sem nefnd eru hér að framan.