Það fer ekki fram hjá neinum sem fylgist með fyrirtækjum og stofnunum í okkar samfélagi að bylting er hafin - mannleg samskiptabylting sem hefur mikil þýðingu.
Starfsfólk vill í dag að það sé meðhöndlað með virðingu og reisn og gerir kröfu til þess að hafa sterka rödd í eigin starfsumhverfi; Starfsfólkið er ekki lengur reiðubúið að láta þvinga sig eða nota og telur sig í dag eiga rétt á sjálfsvirðingu í starfi og að upplifa þroskandi og gefandi starfsumhverfi;
Starfsfólk er að gera uppreisn gegn ómannlegu vinnuumhverfi á mjög mannlegan hátt, með því að færa sig á milli starfa, auka fjarvistir og mótmæla.
LET hugmyndafræðin færir stjórnendum sem leggja áherslu á að "mannlegir þættir séu forgangsmál" og vilja gæði í mannlegum samskiptum, framúrskarandi aðferðir og færni í þessum efnum.
Ef stjórnendur vilja forðast skaðleg áhrif þvingana á starfsfólkið, finna þeir margar góðar aðferðir til að nota í LET hugmyndafræðinni.
Ef stjórnandi vill breyta því að taka allar ákvarðanir á eigin spýtur og læra hvernig á að byggja upp og þróa ákvarðanatökuhóp, þá skilar LET hugmyndafræðin þeirri þekkingu.
Ef stjórnandi vill opin og heiðarleg tvíhliða samskipti þannig að hann geti haft betri áhrif á meðlimi hópsins og þeir haft betri áhrif á hann, þá mun virknin í virkri hlustun og Ég-skilaboðum í LET hugmyndafræðinni ná því fyrir hann.
Að lokum: LET hugmyndafræðin mun aldrei segja fyrir hvaða tilteknum niðurstöðum má búast við með því að beita þessu öfluga stjórnunarlíkani. LET kennir þér aðeins aðferðafræði og þegar þú notar hana, munu koma mismunandi niðurstöður í ólíkum umhverfum. Ýmsir þættir hafa þarna áhrif:
hvernig fyrirtækið þitt starfar
hvernig starfsfólki þú vinnur með
hverskonar efnahagslegum og fjárhagslegum takmörkum fyrirtækið starfar samkvæmt
Ný stjórnunarfærni samkvæmt hugmyndafræði LET getur leitt til lækkunar á kostnaði og betri starfsanda. Aukin hæfni stjórnenda í mannlegum samskiptum getur leitt til svipaðra niðurstöðu og kom fram hjá bandaríska vöruflutninga fyrirtækinu FedEx Freight þar sem 17.000 starfsmenn starfa. George S., framkvæmdastjóri starfsmannaþjálfunar greindi frá eftirfarandi árangri af innleiðingu á LET hugmyndafræðinni:
Aukin starfsánægja starfsfólks
Fleiri nýjar hugmyndir
Betri verklagsreglur í rekstri
Betri samvinna við samstarfsfyrirtæki
Aukin starfshæfni og færni
Aukin framleiðni
"Niðurstöðurnar eru mjög jákvæðar; stjórnendur nálgast núna sína vinnu og samstarfsfólkið með áherslum um að vinna að sameiginlegum markmiðum. Áhugaverðast hefur verið að heyra af þeirri persónulegu velgengni sem starfsfólk hefur upplifað eftir innleiðingu á LET hugmyndafræðinni. Fjöldi yfirmanna og stjórnenda hafa komið til mín og sagt mér hvernig persónulegu samböndum hefur verið bjargað eða þau batnað. " sagði George S., framkvæmdastjóri starfsmannaþjálfunar Fedex.