Undanfarin 15 ár, hefur þróast ákveðin undirstaða í hugtakinu tilfinningagreind, einnig þekkt sem "EQ" sem er í raun tilfinningarlegur mælikvarði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að EQ er mikilvægara en IQ í ákvarða okkar velgengni í lífinu, bæði sem einstaklingar og í samskiptum okkar við aðra. Hugmyndin um tilfinningagreind var þróuð af Dr Peter Salovey og Dr. John Mayer, sem skilgreina það sem hæfni til að:
- þekkja tilfinningar bæði í okkur sjálfum og hjá öðrum - skilja og tjá okkur um tilfinningar - heyra og skilja tilfinningar annarra - byggja upp og viðhalda fullnægjandi samböndum við aðra
Þetta hljómar mjög kunnuglega fyrir þá sem sem kenna eða hafa tekið þátt í Gordon umhverfinu því þetta er einmitt sú færni sem foreldrar, kennarar, leiðtogar og aðrir læra þar.
Í Gordon umhverfinu er sá grunnur að fólk hafi þörf og getu til að hafa tilfinningalega greind. Við viljum gera meira en að lifa; Við viljum uppfylla sem best okkar þarfir fyrir eigin fullnægju og upplifun í lífinu. Okkur finnst líka jafn mikilvægt að hafa gagnkvæm, gefandi og viðvarandi tengsl við aðra s.s. maka, samstarfsaðila, börn, stjórnendur, kennara, foreldra og vini. Þetta eru alhliða þarfir fólks.
Undirliggjandi í öllum leiðum í Gordon umhverfinu er sú trú að fólk geti lært þá færni sem þarf, bæði til að að taka ábyrgð á eigin lífi og til að hafa skilvirk og uppfyllandi tengsl við aðra í vinnu, heima og í skóla.
Það er nauðsynlegt að hafa góða meðvitund og víðtæka þekkingu, en það er samt ekki alveg nóg, því það er jafn mikilvægt að hafa gæði í mannlegri færni. Þetta er ástæðan fyrir því að Gordon umhverfið byggir á kunnáttu og hæfni sem þú lærir. Við erum til dæmis ekki bara að tala um mikilvægi þess að vera virkur hlustandi, hafa skýra sjálfsmynd eða geta raunverulega leyst vandamál í samskiptum, Gordon býður nefnilega líka viðurkennda tækni til að vita nákvæmlega hvenær og hvernig á að nota þessa færni og skapar tíma og tækifæri fyrir fólk til að æfa þetta.
Hvað höfum við lært?
Það eru meira en 43 ár síðan Dr. Gordon kenndi fyrsta PET prógrammið og núna hafa milljónir fólks í mörgum mismunandi menningarheimum um allan heim, allt frá ríkustu til fátækustu samþætt þessi samskipti og færni til að leysa samskipta vandamál í sínu daglega lífi. Við höfum séð að þessi hugmyndafræði er fyrir alla án tillits til kynþáttar, aldurs, kyns, stéttar, menntunarstigs eða trúarbragða. Við höfum einnig séð að þetta virkar í öllum samböndum. Þetta er í raun lífsleikniþjálfun sem skilar fólki því sjálfstrausti og þeirri færni sem það þarf til að takast á við jafnvel flóknustu aðstæður, hvort sem eru persónulega eða í samskiptum við aðra.
Þegar við lærum að hugsa um okkur sjálf í stað þess að leita að svörum hjá öðrum og þegar við treystum eigin dómgreind í stað þess að reiða sig á aðra, styrkjum við okkur. Þegar við lærum samskiptafærni sem tekur til þess að tala og hegða sér á virkan og gefandi hátt, til að vera heiðarlegur og ekki gefa eftir, taka meiri persónulega ábyrgð á eigin þörfum, viðhorf og vali; erum við að tengjast því sem er mikilvægt fyrir okkur. Byrjunin er að losa okkur við vera háð væntingum annarra og samþykki.
Þegar við lærum sannarlega að hlusta á aðra með samúð, aukum við og dýpkum tengsl okkar og hjálpum öðrum að gera það mögulegt að nýta betur sína ónýttu möguleika.
Þegar við lærum að þróa réttlát samskipti við aðra, getum við starfað og búið í læknandi umhverfi þar sem hver einstaklingur hefur tækifæri til að velja og skilgreina og ná fram sinni hæstu köllun.