Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun í mannauðsumhverfi fyrirtækja og stofnana.
Áskorunin felst í að innleiða breytingar í stjórnun sem byggja á... – samstarfi, samráði og samvinnu!
Hvers vegna er verið að kalla á þetta?
Samantekt á áratuga rannsóknum sýna fram á þessir þættir skila betra og afkastameira starfsumhverfi og betri afkomu fyrirtækja og stofnana.
Þetta kallar á aukna hæfni í samskiptum og áherslu á tilfinningagreind, en hvað er það?
Tilfinningagreind vísar meðal annars til hæfni fólks til að þekkja, skilja og hafa áhrif á eigin tilfinningar. Daníel Goleman mótaði á sínum tíma nýtt hugtak sem hann nefndi þessu sama nafni, tilfinningagreind og skrifaði í kjölfarið bókina Tilfinningagreind: Hvers vegna hún getur skipt meira máli en greindarvísitala (e. Emotional intelligence: Why it can matter more than IQ).
Tilfinningagreind er samkvæmt Goleman samsett úr fimm lykilþáttum:
Hæfni til að þekkja og nefna réttilega eigin tilfinningar ásamt skilningi á tengslum hugsana, tilfinninga og hegðunar.
Hæfni til að stjórna eigin tilfinningum, til dæmis til að bæta eigin líðan.
Hæfni til að setja sig inn í ákveðið tilfinningalegt ástand ásamt vilja til að ná árangri.
Hæfni til að skynja, þekkja og taka tillit til tilfinninga annarra.
Hæfni í mannlegum samskiptum.
Hæfni í mannlegum samskiptum er einmitt það sem við hjá Gordon stjórn- og samskiptamiðstöð bjóðum og LET prógrammið frá Gordon Training International byggir á.
Það þarf samt að passa sig – er þetta ekki bara enn eitt námskeiðið sem fer inn um annað eyrað og út um hitt.
Í Bandaríkjunum gerði Harvard tímaritið könnun á árinu 2011 og spurði millistjórnendur sem höfðu farið í starfsmannaþjáfun, hvort þetta hefði skilað árangri í þeirra starfsumhverfi. 75% eða þrír af hverjum fjórum sögðu að þetta hefði ekki skilað neinu. Aðalástæðan var vöntun á stuðningi innan fyrirtæksins við innleiðingu á því sem þeir lærðu.
Harvard skilgreindi sex atriði sem sem þarf til að starfsmannaþjálfun skili sér til árangurs:
Eldri stjórnendur skilgreini og sjái skýr gildi í þeirri stefnumótun sem fyrir hendi er.
Safnað þarf nafnlausum athugasemdum frá stjórnendum og starfsfólki og greina hindranir á innleiðingu á þáttum í nýrri starfsþjálfun. Endurskilgreina þarf hlutverk, ábyrgð og sambönd sem þörf er á til að sigrast á hindrunum sem standa í veginum fyrir breytingum.
Dagleg þjálfun og ráðgjöf sem aðstoðar starfsfólkinu til að verða skilvirkari í nýju umhverfi.
Setja reglulega inn viðbótarþjálfun sem þörf er fyrir til að ná árangri.
Árangur í breyttri hegðun sé mældur samkvæmt mælikvörðum fyrir einstaklinga og samkvæmt ákveðnum grunni um árangur.
Kerfi fyrir val, mat, þróun og eflingu á færni er sífellt endurmetið til að endurspegla og viðhalda þeim breytingum á hegðun sem átti að ná fram. Vandamálin þarf að greina í trúnaði í umhverfi starfsfólksins til að ná fram földum hindrunum sem koma í veg fyrir að ná árangri.
LET árangurskerfi Gordon Training International með LET Stjórn- og samskiptaþjálfun og sex þrepa innleiðingu uppfyllir stóran hluta af þessum sex atriðum hér að framan.