LET mannauðslíkanið eflir starfsfókið og fyrirtækið

 

Vinnustofa í LET mannauðslíkaninun er byggð á þeirri forsendu að það þurfi nýja tegund af stjórnun sem setur mannauðinn í fyrsta sæti – stjórnun sem auðveldar skapandi getu hvers einstaklingsins, frjálsa tjáningu á hans einstaklingshyggju og virkri þátttöku hans í lausn vandamála og markmiðasetningu.

 

Hið hefðbundna líkan af stjórnun, á grundvelli eftirlits með valdi, kemur í veg fyrir að þú losir allan þinn sköpunarkraft og það uppbyggjandi afl sem þú býrð yfir.

 

LET byggir á öðruvísi líkani af stjórnun, sem oft er skilgreint með ýmsum hugtökum, svo sem:

 

- Samstarf

- Samvinna

- Þátttaka

- Hópmiðað

- Lýðræðislegt

 

Í gegnum alla vinnustofuna notum við hugtakið "LET hugmyndafræði" til að undirstrika að þarna sé kennd sú samskiptafærni sem er nauðsynleg til að byggja upp og viðhalda samvinnu í samböndum.

 

Þótt LET standi fyrir Leiðtoga virknis þjálfun (Leader Effectiveness Training), þá er þetta miklu meira en bara námskeið til að kenna færni í stjórnun. Þetta er vinnustofa sem mun kenna þér færni til að byggja upp og auðga alla þætti í þínum samböndum við aðra stjórnendur í þínu fyrirtæki, viðskiptavini, framkvæmdastjóra, leiðbeinendur, birgja, vinnufélaga, starfsmenn, maka, samstarfsaðila, börnin þín, foreldrar þína, vini eða ættingja.

 

Sannleikurinn er að þetta tengist þeirri staðreynd að LET kennir þér að vera fyrirmynd í að byggja upp skilvirkari sambönd. Þetta þýðir að þessa hugmyndafræði er hægt að nota hvenær og hvar sem þú ert í samskiptum við annað fólk.

 

Sú færni sem þú lærir í LET verður órjúfanlegur hluti af þér sem manneskju. Þú munt:
 

  • finna nýjar leiðir til að fá þörfum þínum fullnægt án þess að beita valdi.

  • verða lausnamiðaðri í óhjákvæmilegum átökum í þínum samböndum.

  • hafa meira sjálfstraust í að leysa átök þannig að enginn tapi.

  • verða meira opin/n og minna árásargjörn/arn í birtingu hugmynda og tilfinninga.

  • finna að þú reiðist sjaldnar og verðir hæfari til að meðhöndla þína reiði.

Share on Facebook
Please reload

GORDON TRAINING ICELAND

Ármúla 4-6

108 Reykjavík

Iceland

Sími 893 0014

gudmundur@gordon.is

Gordon Training International

  • Instagram Social Icon
  • Twitter Social Icon
  • Facebook Social Icon

© 2017 GORDON