top of page

Það þarf að skapa jarðveg fyrir breytingar


Að skapa jarðveg fyrir jákvæðar breytingar í fyrirtæki getur verið flókið. Til að ná árangri í slíku þarf að undirbúa verkefnið með ákveðnum aðgerðum og aðferðarfræði.

Greining á fyrirtækjamenningu Fyrst þarf að greina þá fyrirtækjamenningu sem er fyrir hendi og sérstaklega blinda blettinn þar sem er að finna fína lagið á duldum tilfynningum og þeim flóknu reglum sem flæða um fyrirtækið á bak við tjöldin. Þegar búið er að greina þetta, er búin að finna sálina í fyrirtækinu og jarðveginn fyrir þær raunverulegu breytingar sem þarf að gera. Þetta er best að gera í opnum viðræðum á persónulegum grunni við hvern og einn aðila í trúnaði eða bjóða upp á opna nafnlausa spurningalista sem fólk treystir að tengist þeim ekki persónulega.

Samstilling inn á sameiginlega framtíðarsýn Þegar hin raunverulega vinnustaðamenning hefur verið afhjúpuð, er næsta skref að skapa sameiginlega draum/framtíðar sýn hjá starfsfólkinu fyrir fyrirtækið. Hér þarf að nota tilfynningagreind og skapa flæði fyrir þær tilfynningar sem starfsfólkinu hefur fyrir framtíðinni á sínum vinnustað. Það hafa allir skoðun á því hvernig fullkomin fyrirtækjamenning á að vera og flestir eru sammála um grundvllaratriðin sem þarf að hafa í huga til að ná þessu fram. Ekki má gleyma því að starfsmenn eru hópsálir og sjá sitt umhverfi sem hluti af áhveðnum hópi í fyrirtækinu og finnst sú veröld vera einstök. Þess vegna er nauðsynlegt að skapa hópstemmningu sem byggist á því að bæði einstaklingar og hópar finni sig sem hluta af draum/framtíðar sýninni. Þess vegna þarf að vinna þetta bæði á einstaklingsgrunni og með hópavinnu.

Samantekt á breytingum sem þörf er fyrir Þegar búið er að greina fyrirtækjamenninguna og samstilla fólk inn á draumsýnina um framtíðar fyrirtækjamenningu, þarf að legga grunn að innleiðingu á þeim breytingum sem þörf er á til að ná fram þeirri draumsýn. Þessum breytingum er ekki hægt að ná fram nema með fullkomnu samstarfi hjá öllum starfsmönnum. Starfsmenn þurfa að mestu að vera sammála um þær breytingar sem þörf er fyrir til að draumsýnin geti orðið að veruleika. Þannig eru þeir meðvitaðir um að vera hluti af breytinguni sem þörf er á og finnst sú sýn vera einstök. Þess vegna er nauðsynlegt að skapa hópstemmningu sem byggist á því að bæði einstaklingar og hópar finni sig sem hluta af draum/framtíðar sýninni. Þess vegna þarf að vinna þetta bæði á einstaklingsgrunni og með hópvinnu.

Breytingar þurfa stuðning yfirmanna í fyrirtækinu Til að ná fram varanlegum breytingum er ekki bara nóg að skapa farveg fyrir samstillingu inn á draum/framtíðarsýn, starfsmenn þurfa að sjá raunverulegan stuðning frá stjórn og yfirmönnum í fyrirtækinu og þeir þurfa að ganga fram með fordæmi. Stundum er svona verkefni komið frá mannauðsdeildum og framkvæmdin síðan í þeirra höndum. Ef það á að skapa farveg fyrir varanlega beytingu á fyrirtækjamenningu er þetta algjör grundvallaratriði.


bottom of page